fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Átta sinnum meiri líkur á blóðtappa eftir kórónuveirusmit en af AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 10:00

Dæmi um blóðtappa í lungum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru átta sinnum meiri líkur á að fólk fái blóðtappa eftir COVID-19 veikindi en af völdum bóluefnis AstraZenca gegn kórónuveirunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Oxfordháskóla.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að 39 af hverri einni milljón COVID-19 sjúklinga hafi fengið blóðtappa en fimm af hverri milljón sem fékk bóluefni AstraZeneca. Rúmlega 500.000 COVID-19 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni og var niðurstaðan að hættan á að fólk fengi blóðtappa væri 100 sinnum meiri en ef það hefði ekki smitast af kórónuveirunni.

Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að rannsókn danskra og norskra vísindamanna leiddi í ljós að 1 af hverjum 40.000, sem fær bóluefni AstraZeneca, muni fá blóðtappa. Af þessari ástæðu ákváðu dönsk heilbrigðisyfirvöld að hætta að nota bóluefnið og norsk heilbrigðisyfirvöld hafa mælt með því við ríkisstjórnina að Norðmenn hætti einnig að nota það.

Breska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið sé öruggt og áhrifaríkt en hefur ákveðið að fólk undir þrítugu fái það ekki því minni líkur séu á að fólk í þessum aldurshópi verði alvarlega veikt af COVID-19. En rannsókn Oxford háskóla sýnir að um þriðjungur þeirra sem fékk blóðtappa var fólk undir þrítugu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug