fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Pressan

Segir Andrés prins vera kynlífsfíkil en ekki barnaníðing

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 06:59

Andrew prins í viðtali við BBC um mál Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann fékk enga athygli og af þeim sökum fékk hann á tilfinninguna að hann væri sérstakur þegar hann fékk fallegar konur með sér í rúmið,“ segir meðal annars í nýrri bók Ian Halperins, „Sex, Lies and Dirty Money by the World‘s Powerful Elite“, en bókin fjallar um Andrés Bretaprins og er að sögn byggð á samtölum við nokkrar af þeim konum sem hafa komið við sögu í lífi hans.

 Halperins, sem skrifaði einnig bókina „UnmaskedThe Final Years of Michael Jackson“ ræddi við á annan tug fyrrum ástkvenna og unnusta prinsins í tengslum við bókarskrifin. Þær lýsa því að sögn prinsinn hafi verið „hinn fullkomni herramaður“ og að kynlíf með honum hafi alltaf verið með samþykki þeirra og að hann hafi verið „djarfur elskhugi“.

„Ein af ástkonum hans segir að hann sé kynlífsfíkill því hann hafi alltaf verið númer tvö í röðinni á eftir Karl krónprinsi,“ segir Halperins.

„Hann hefur líkt sambandi sínu við bróður sinn við samband Vilhjálms og Harry. Vilhjálmur er konungsefni, eins og Karl, en Andrés og Harry eru óþekku strákarnir. Þetta stýrði glaumgosalífsstíl hans,“ sagði Halperins að sögn Daily Mail.

Andrew Bretaprins og Jeffrey Epstein.

 

 

 

 

 

 

 

Ekki er hægt að fjalla um Andrés prins og samband hans við konur án þess að koma inn á samband hans við hinn látna barnaníðing Jeffrey EpsteinHalperins kemst að þeirri niðurstöðu í bókinni að Epstein hafi komið Andrési í samband við fjölda kvenna en segist ekki hafa fundið eina einustu sönnun þess að prinsinn hafi stundað kynlíf með barnungum stúlkum. „Það er enginn vafi á að Epstein útvegaði Andrési konur og að það var ástæðan fyrir vináttu þeirra. Hann var heltekin af rauðhærðum konum og Epstein lét útsendara sína leita að fallegustu rauðhærðu konunum,“ sagði Halperin.

Epstein og Andrés kynntust í gegnum Ghislaine Maxwell í lok tíunda áratugarins og eyddu þau þrjú mörgum stundum saman. Samband þeirra hefur verið til skoðunar á síðustu árum vegna ásakana á hendur Epstein um barnaníð og mansal en Andrés tengist þessum málum á einn eða annan hátt. Það mál sem einna hæst hefur borið í fréttum er mál Virginia Robert sem segir að Andrés hafi níðst á henni kynferðislega þegar hún var aðeins 17 ára. Þessum ásökunum hefur prinsinn alltaf neitað. Hann hefur hins vegar játað að hafa þekkt Epstein og að hann sjái eftir því að hafa umgengist hann. Halperins veltir því upp í bók sinni að það sé kannski ekki að ástæðulausu: „Epstein bjó yfir upplýsingum um marga og notaði þær gegn fólkinu. Þegar hann og Andrés hittust 2011 var Andrés á hnjánum og bað hann um að skýra aldrei frá neinu um sig. Ef Epstein gat fengið prins niður á hnén, ímyndaðu þér þá hvaða vald hann hafði yfir öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sumar ítalskar tómatvörur eru ekki allar þar sem þær eru séðar

Sumar ítalskar tómatvörur eru ekki allar þar sem þær eru séðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Moldríkum forstjóra var ráðinn bani í Manhattan í gær – en hvers vegna ríkir svona mikil þórðargleði vegna málsins?

Moldríkum forstjóra var ráðinn bani í Manhattan í gær – en hvers vegna ríkir svona mikil þórðargleði vegna málsins?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sprengdu refsirammann í fíkniefnamáli

Sprengdu refsirammann í fíkniefnamáli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt að 143 látnir í Kongó eftir dularfull veikindi

Allt að 143 látnir í Kongó eftir dularfull veikindi
Pressan
Fyrir 4 dögum

68 ára kona þarf að borga mörg hundruð milljarða – Að öðrum kosti verður hún drepin

68 ára kona þarf að borga mörg hundruð milljarða – Að öðrum kosti verður hún drepin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðkaupið breyttist í martröð – Nú hefur dómur verið kveðinn upp yfir ölvaða ökumanninum

Brúðkaupið breyttist í martröð – Nú hefur dómur verið kveðinn upp yfir ölvaða ökumanninum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk slétt Marssúkkulaði – Fær bætur

Fékk slétt Marssúkkulaði – Fær bætur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“