fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Á ekki sjö dagana sæla vegna þáttanna Squid Game – Síminn stoppar ekki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. október 2021 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurkóreska þáttaröðin Squid Game hefur slegið í gegn á Netflix en fyrir suðurkóresku konuna Kim Gil-young hafa vinsældir þáttanna ekki verið mikill gleðigjafi. Síminn hennar stoppar ekki vegna þáttanna þrátt fyrir að hún tengist þáttunum ekki á neinn hátt, eða hvað?

Frá því að þættirnir voru teknir til sýninga hefur hún fengið mörg þúsund símtöl og skilaboð frá ókunnugu fólki sem hefur séð þættina sem verða hugsanlega vinsælustu þættirnir sem Netflix hefur sýnt frá upphafi. Það er að minnsta kosti mat Netflix.

Í þáttunum fá 456 örvæntingarfullir og skuldum vafðir einstaklingar dularfullt nafnspjald með símanúmeri á. Getur fólkið hringt í númerið ef það vill taka þátt í baráttu um risastóra peningaupphæð og er keppt í kóreskum barnaleikjum. En það hefur alvarlegar afleiðingar að taka þátt.

En vandinn sem Kim Gil-young stendur frammi fyrir er að símanúmerið sem sést á nafnspjaldinu í þáttunum er símanúmerið hennar. Er óhætt að segja að hún sé orðin þreytt á öllum símtölunum og skilaboðunum.

Netflix og Siren Pictures, sem framleiddu þættina, hafa ákveðið að breyta þeim atriðum í þáttunum þar sem símanúmerið hennar sést í þeirri von að nú færist ró yfir. Netflix hvetur fólk einnig til að hætta að hringja í hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?