fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 20:30

Lloyd Austin. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lloyd Austin, fyrrum hershöfðingi, verður væntanlega varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Joe Biden sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í dag. Öldungadeild þingsins á þó enn eftir að samþykkja tilnefningar Biden í ráðherraembætti. Austin óttast að í her landsins séu öfgamenn sem séu í raun óvinir Bandaríkjanna. Hann vill því vinna að því að losa herinn við „kynþáttahatara og öfgasinna“.

„Ef tilnefning mín verður samþykkt mun ég berjast fyrir að stöðva kynferðisbrot og að kynþáttahatarar og öfgasinnar verðir fjarlægðir úr okkar röðum,“ sagði hann við yfirheyrslu hjá hermálanefnd öldungadeildarinnar í gær.

Hann sagðist einnig vilja skapa umhverfi þar sem allir, sem eru hæfir og áhugasamir geti þjónað landinu með sóma.

Ef öldungadeildin samþykkir tilnefningu hans verður hann fyrsti svarti varnarmálaráðherrann. Hann hefur heitið því að auka fjölbreytnina innan hersins en þar eru hvítir í miklum meirihluta í æðstu stöðum en þegar neðar dregur í goggunarröðinni er skiptingin jafnari á milli kynþátta.

Gögn frá varnarmálaráðuneytinu sýna að margir úr minnihlutahópum upplifa áreiti innan hersins vegna kynþáttar þeirra.

Árás stuðningsmanna Donald Trump á þinghúsið þann 6. janúar hefur einnig beint sjónum að öfgahægrimönnum og veru þeirra í hernum. „Verkefni hersins er að vernda Bandaríkin gegn óvinum okkar. En það getum við ekki gert ef sumir af þessum óvinum eru í okkar eigin röðum,“ sagði Austin við þingnefndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?