fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Bandaríkjaher

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Pressan
07.09.2024

Fyrir 62 árum átti stærsta óleysta ráðgáta flugsögunnar sér stað. Þá hvarf bandarísk flugvél frá Flying Tigers Line, sem Bandaríkjaher var með á leigu, með 107 manns um borð. Engin ummerki fundust um vélina sem var af gerðinni Lockheed Super Constellation. Hún hóf sig á loft frá bandarískri herstöð á Gvam þann 16. mars 1962 og var Lesa meira

Birta myndir af líkum fórnarlamba fjöldamorðs bandarískra hermanna

Birta myndir af líkum fórnarlamba fjöldamorðs bandarískra hermanna

Pressan
27.08.2024

Bandaríska frétta- og menningartímaritið The New Yorker birti fyrr í dag umfjöllun á vefsíðu sinni um fjöldamorð sem bandarískir landgönguliðar (e. marines) frömdu í bænum Haditha í Írak 19. nóvember árið 2005. Urðu þeir 24, óvopnuðum og varnarlausum, almennum íröskum borgurum að bana þennan dag. Hin myrtu voru karlar, konur og börn. Með umfjölluninni eru Lesa meira

Kynntu nýja langdræga árásarflugvél – Getur borið kjarnorkuvopn

Kynntu nýja langdræga árásarflugvél – Getur borið kjarnorkuvopn

Pressan
10.12.2022

Nýlega kynnti bandaríski flugvéla- og vopnaframleiðandinn Northrop Grummann Corp nýja langdræga árásarflugvél. Þetta er fyrsta vélin í nýjum flota langdrægra árásarflugvéla bandaríska hersins. Vélin, sem er af gerðinni B-21, getur borið bæði kjarnorkuvopn og hefðbundin vopn og náð til skotmarka um allan heim. Hver vél kostar sem svarar til rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Bandaríski flugherinn hefur í hyggju að Lesa meira

Hermenn þjálfaðir af Bandaríkjunum sjá tækifæri í röðum Íslamska ríkisins

Hermenn þjálfaðir af Bandaríkjunum sjá tækifæri í röðum Íslamska ríkisins

Eyjan
13.11.2021

Talibanar eiga nú í höggi við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í Afganistan en síðarnefndu samtökunum virðist ganga vel að lokka fyrrum liðsmenn afganska hersins til liðs við sig. Þeir hafa margir hverjir hlotið þjálfun hjá bandarískum hermönnum og eru nú að leita sér að nýrri vinnu eftir að stjórnarherinn beið lægri hlut fyrir Talibönum. Talibanar hafa Lesa meira

Eldfimar afhjúpanir í nýrri bók um Trump – „Er einhver í Hvíta húsinu sem gerir annað en að kyssa feitan rass hans?“

Eldfimar afhjúpanir í nýrri bók um Trump – „Er einhver í Hvíta húsinu sem gerir annað en að kyssa feitan rass hans?“

Pressan
15.09.2021

Tveimur dögum eftir að stuðningsmenn Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, réðust á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn hringdi Mark Milley, yfirmaður Bandaríkjahers, í Li Zuocheng, æðsta yfirmann kínverska hersins, og fullvissaði hann um að Trump myndi ekki hefja stríð gegn Kína. Milley hafði áhyggjur af andlegri heilsu forsetans og hverju hann kynni að taka upp á. Þetta kemur fram í nýrri bók, sem Lesa meira

Kom heim af sjúkrahúsi eftir COVID-19 innlögn – Aðkoman var skelfileg

Kom heim af sjúkrahúsi eftir COVID-19 innlögn – Aðkoman var skelfileg

Pressan
02.09.2021

Nýlega var Lisa Steadman, sem býr í Flórída, útskrifuð af sjúkrahúsi eftir sex daga innlögn en hún var með COVID-19. Það var ekki góð sjón sem mætti henni þegar hún kom heim og er hún í miklu áfalli og sorg vegna málsins. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook. Þar segir hún að eiginmaður hennar, Ron, hafi einnig verið Lesa meira

Hyggjast gera bólusetningu að skyldu hjá bandarískum hermönnum

Hyggjast gera bólusetningu að skyldu hjá bandarískum hermönnum

Pressan
14.08.2021

Liðsmenn Bandaríkjahers verða að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni og verð skyldaðir til þess frá 15. september næstkomandi. Þessi dagsetning getur þó færst fram ef bandaríska lyfjastofnunin veitir bóluefninu frá Pfizer/BioNTech fullt markaðsleyfi á næstunni en öll bóluefnin gegn veirunni eru nú með neyðarleyfi. Varnarmálaráðuneytið tilkynnti nýlega að öllum hermönnum verði skylt að láta bólusetja sig gegn veirunni og Lesa meira

Bandarískir hermenn sendir til Mósambík

Bandarískir hermenn sendir til Mósambík

Pressan
27.03.2021

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að senda hermenn til Mósambík til að þjálfa her landsins til að hann geti barist við öfgasinnaða íslamista sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið. Bandarískir sérsveitarmenn eru komnir til landsins og munu þjálfa innlenda hermenn næstu tvo mánuðina til að þeir geti „komið í veg fyrir útbreiðslu hryðjuverka og ofbeldisfullrar öfgahyggju“ segir í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu Lesa meira

Segir að Bandaríkjaher hafi frestað stöðuhækkunum kvenhershöfðingja af ótta við viðbrögð Trump

Segir að Bandaríkjaher hafi frestað stöðuhækkunum kvenhershöfðingja af ótta við viðbrögð Trump

Pressan
19.02.2021

Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu eru sagðir hafa slegið stöðuhækkunum tveggja kvenna, sem gegna stöðu hershöfðingja, á frest þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember af ótta við viðbrögð Donald Trump, þáverandi forseta. The New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirmenn hersins og Mark Esper, varnarmálaráðherra, hafi óttast að ef skýrt yrði frá stöðuhækkun kvennanna, sem eru Laura J. Richardson og Jacqueline D. Van Ovost, myndi Trump koma þeim úr embætti Lesa meira

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum

Verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill losna við öfgamenn úr hernum

Pressan
20.01.2021

Lloyd Austin, fyrrum hershöfðingi, verður væntanlega varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Joe Biden sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í dag. Öldungadeild þingsins á þó enn eftir að samþykkja tilnefningar Biden í ráðherraembætti. Austin óttast að í her landsins séu öfgamenn sem séu í raun óvinir Bandaríkjanna. Hann vill því vinna að því að losa herinn við „kynþáttahatara og öfgasinna“. „Ef tilnefning mín verður samþykkt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af