fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Pressan

Allt að 600.000 gætu hafa látist af völdum COVID-19 í Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 19:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld telja að 44.000 manns, hið minnsta, hafi látist af völdum COVID-19 í júlí. En miðað við hversu margir létust umfram það sem reikna má með er líklegra að 64.000 hafi látist að sögn Moscow Times. Samkvæmt opinberum tölum létust 215.000 í júlí en það eru 42% fleiri en í júlí 2019 en þá var heimsfaraldurinn ekki skollinn á.

Samkvæmt uppgjöri Moscow Times þá létust 596.000 fleiri frá upphafi heimsfaraldursins til loka júlí á þessu ári en reikna mátti með miðað við tölur frá því fyrir faraldurinn. Þetta er gríðarlegur fjöldi og ef rétt reynist er Rússland í öðru sæti á hinum dapurlega lista yfir flesta látna af völdum COVID-19.

„Rússland hefur ekki staðið sig vel í faraldrinum og núna er staðan í landinu ein sú versta í heiminum,“ sagði Aleksej Rakjsa, sjálfstæður sérfræðingur í lýðfræði, í samtali við dagblaðið MK. Á síðasta ári lækkaðu lífslíkur í Rússlandi um tvö ár og fóru niður í 71 ár.

Stjórnvöld hafa reynt að fela þessar dapurlegu staðreyndir með röngum fullyrðingum um að Rússland standi sig betur en lönd sem er hægt að bera landið saman við. En það dugir varla til að sannfæra landsmenn sem eru fullir efasemda um framgöngu stjórnvalda í baráttunni við faraldurinn.

Heilbrigðiskerfi landsins glímir við mikinn fjárskort og álagið er gífurlegt vegna heimsfaraldursins en það er ekki stærsti vandinn að mati Raksja. Hann sagði að stærsti vandinn sé að fólk neiti að láta bólusetja sig eða fylgja sóttvarnareglum.

Rússar hafa þróað sín eiginn bóluefni gegn veirunni en efasemdir fólks um þau og vantraust í garð hins opinbera hafa valdið mikilli andstöðu gegn bóluefnunum. Aðeins 28% fullorðinna hafa lokið bólusetningu en mánuðum saman hefur ekki verið neitt vandamál að fá tíma í bólusetningu og eru þeir víðs fjarri því að vera fullnýttir.

Gagnrýnendur segja að viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafi verið ístöðulaus og hringlandaháttur hafi einkennt ákvarðanatöku. Veiran barst frekar seint til Rússlands en stjórnvöld virðast ekki hafa nýtt sér þennan aukatíma til að undirbúa sig undir faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu
Pressan
Í gær

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn
Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“