fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Biden vill fullbólusetja 160 milljónir Bandaríkjamanna fyrir 4. júlí

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur vel að bólusetja Bandaríkjamenn gegn kórónuveirunni en Joe Biden, forseti, vill gera enn betur og á þriðjudaginn kynnti hann nýtt bólusetningamarkmið stjórnvalda. Nú er stefnt að því að 160 milljónir, hið minnsta, hafi lokið bólusetningu fyrir 4. júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna.

Um 331 milljón býr í Bandaríkjunum. Nú hafa um 105 milljónir lokið bólusetningu og um 147 milljónir hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni.

Á fréttamannafundi sagði Biden að nú væri nóg til af bóluefnum og nú sé áhersla lögð á að sannfæra enn fleiri um að láta bólusetja sig. Ef það tekst verði stórt skref stigið í átt að eðlilegu lífi á nýjan leik í bandarísku samfélagi.

Hann sagði að enn væru of margir á þrítugs- og fertugsaldri sem telji ekki þörf á að láta bólusetja sig. „Ég vil hafa þetta alveg skýrt. Þið hafið þörf fyrir að láta bólusetja ykkur,“ sagði Biden á fundinum og beindi þar orðum sínum að ungu fólki.

Nú verður einnig breytt um stefnu hvað varðar skiptingu bóluefna á milli ríkjanna 50. Með því á að tryggja að meira berist af bóluefnum til ríkja þar sem þörfin er mest. Fram að þessu hefur þeim verið skipt eftir íbúatölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni