fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Pressan

Norður-Kórea keppir ekki á Ólympíuleikunum vegna smithættu – Er ástæðan kannski önnur?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 23:00

Ólympíuleikarnir hefjast fljótlega í Tókýó. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Norður-Kóreu sendu frá sér tilkynningu í gær um að landið muni ekki senda íþróttamenn til keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Ástæðan er að þeirra sögn að of áhættusamt sé fyrir íþróttamennina að keppa vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Áður hafði verið tilkynnt að engir erlendir áhorfendur fái að sækja leikana og að íþróttamönnunum standi til boða bólusetning með kínversku bóluefni.

Að mati Phillip Khokar, fréttaritara Danska ríkisútvarpsins í Asíu, er ástæðan önnur en sú sem stjórnvöld gefa upp. Hann segir að stjórnvöld í Norður-Kóreu glími nú við ýmis vandamál og að það væri erfitt fyrir þau, út frá pólitísku sjónarmiði, að senda íþróttamenn til Japan því Japanir séu taldir með verstu óvinum Norður-Kóreu.

Meðal þeirra vandamála sem stjórnvöld í Norður-Kóreu glíma við er að landamæri landsins hafa verið algjörlega lokuð síðan í janúar til að reyna að halda kórónuveirunni frá landinu. Þetta hefur haft í för með sér að matvælainnflutningur frá Kína hefur nær algjörlega lagst af. Alþjóðleg hjálparsamtök segja að þetta valdi því að hungursneyðin í landinu nálgist nú sama stig og á tíunda áratugnum en þá er talið að allt að tvær milljónir landsmanna hafi látist úr hungri.

Lokun landamæranna hefur einnig haft í för með sér að nær engir útlendingar eru nú í landinu. Flestir alþjóðlegir fjölmiðlar hafa kallað starfsfólk sitt heim og flestir stjórnarerindrekar hafa einnig yfirgefið landið. Khokar segir að af þessum sökum sé erfitt að öðlast yfirsýn yfir stöðu mála í landinu. Hann segir að flest bendi til að heimsfaraldurinn hafi komið illa við landið sem á í erfiðleikum með að brauðfæða alla og tryggja landsmönnum eðlilegt líf. Það að hætt hafi verið við þátttöku á Ólympíuleikunum verði að skoða í þessu ljósi, norður-kóreskt samfélag berjist nú einfaldlega fyrir lífi sínu. Hann segist einnig telja að svo mikill skortur sé á ýmsum hráefnum og vörum í landinu að það geti reynst erfitt að útvega nægt eldsneyti fyrir flugvél til að flytja íþróttamennina til Japan. Það er því kannski ekki beinn ótti við smit sem heldur Norður-Kóreu frá þátttöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið

Hvað varð um hana? Hvarf sporlaust á ferðalagi með unnustanum og hann vill ekki segja mikið
Pressan
Í gær

Étinn af krókódíl þegar hann fór heim til sín

Étinn af krókódíl þegar hann fór heim til sín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eldfimar afhjúpanir í nýrri bók um Trump – „Er einhver í Hvíta húsinu sem gerir annað en að kyssa feitan rass hans?“

Eldfimar afhjúpanir í nýrri bók um Trump – „Er einhver í Hvíta húsinu sem gerir annað en að kyssa feitan rass hans?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan

Banna konum að æfa ef þær eru aðeins í íþróttabrjóstahaldara að ofan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands