fbpx
Laugardagur 24.október 2020
Pressan

Verðum við kynslóðin sem setti New York á kaf?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 18:20

Verður okkar minnst sem kynslóðarinnar sem setti New York á kaf?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar um bráðnun Suðurskautslandsins eru ekki glæsilegar. Samkvæmt þeim þá mun yfirborð heimshafanna stíga um 2,5 metra þrátt fyrir að okkur takist að halda hækkun meðalhita undir tveimur gráðum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature. Fram kemur að þessi hækkun sjávarðborðs muni eiga sér stað á löngum tíma og taka áratugi. En það er nánast útilokað að hægt verði að bæta skaðann vegna þess hvernig Suðurskautið bráðnar.

Þótt það takist að lækka meðalhitann á nýjan leik eftir að tveggja gráðu hækkuninni verður náð mun ísinn ekki ná fyrri þykkt. Það er vegna þess hvernig bráðnunin nú á sér stað.

„Þeim mun meira sem við lærum um Suðurskautið, þeim mun alvarlegri verða spádómar okkar,“

segir Anders Levermann, einn höfunda rannsóknarinnar, sem starfar við Potsdam Institute for Climate Impact Research.

„Bráðnun Suðurskautsins mun hækka yfirborð heimshafanna gríðarlega, jafnvel þótt við uppfyllum ákvæði Parísarsáttmálans. Afleiðingarnar verða hörmulegar ef við uppfyllum ekki ákvæði Parísarsáttmálans,“

sagði hann einnig.

Ísbreiðan á Suðurskautinu hefur verið þar í 34 milljónir ára en það er á tíma núverandi kynslóða sem örlög hennar ráðast.

„Okkar verður minnst sem þeirra sem settu New York á kaf,“

sagði Levermann í kaldhæðni.

The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum
Fyrir 3 dögum

Stærsti flugulaxinn kom á land fyrir fáum dögum

Stærsti flugulaxinn kom á land fyrir fáum dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hótel aðeins ætlað fullorðnum

Hótel aðeins ætlað fullorðnum