fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Mörgæsir á Suðurskautinu eru hamingjusamari með minni hafís

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. júlí 2020 18:00

Adelie mörgæsir. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adelie mörgæsir fara hægt yfir uppi á landi og eiga auðveldara með að sækja sér fæðu þegar lítið er um hafís. Þetta segja vísindamenn sem segja einnig að tegundin sé mun hamingjusamari þegar lítið er um hafís.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að mörgæsirnar eigi auðveldara með sund þegar íslítið eða íslaust er og það auðveldi þeim að verða sér úti um fæðu. Vísindamenn hafa um hríð vitað að fjöldi mörgæsa eykst á þeim árum þegar lítið er um hafís en vissu ekki af hverju fyrr en nú. Einnig er vitað að fá afkvæmi komast á legg þegar mikið er um hafís.

Vísindamenn hjá japönsku heimskautastofnuninni settu GPS-senda og myndavélar á 175 mörgæsir á fjórum tímabilum með mismunandi ísmagni.

Með þessu gátu þeir fylgst með ferðum mörgæsanna, fylgst með göngu þeirra, sundi og hvíld og lagt mat á hversu mikilli fæðu þær náðu að veiða í sjónum.

„Mörgæsir synda fjórum sinnum hraðar en þær ganga. Þær eru góðar að synda en þær fara hægt yfir uppi á landi. Það kom í ljós að þessar mörgæsir eru hamingjusamari þegar lítill hafís er.“

Er haft eftir Yuuki Watanabe, hjá japönsku heimskautastofnuninni.

Þegar mikill hafís er verða Adelie mörgæsirnar að ganga og oft renna sér langar leiðir til að finna glufur til að komast ofan í sjóinn. Þetta þreytir þær og þær þurfa oft að hvíla sig á leiðinni. Þegar lítið er um hafís geta þær einfaldlega stungið sér úti hvar sem er og byrjað að veiða. Þetta minnkar einnig samkeppnina við aðrar mörgæsir um bráð. Þetta á þó aðeins við um þær mörgæsir sem búa á „meginlandi“ Suðurskautsins.  Þessu er þveröfugt farið hjá þeim mörgæsum sem búa á eyjum við Suðurskautið eða á mjóum skaga þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?