fbpx
Miðvikudagur 05.október 2022
Pressan

Óttast hungursneyð í Nígeríu eftir að fílar eyðilögðu uppskeru

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 22:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörð mörg hundruð fíla hefur snúið aftur til norðaustur hluta Nígeríu til svæðis þar sem lítið er um fólk en það hefur verið hrakið á flótta af Boko Haram sem eru uppreisnarsveitir öfgasinnaðra íslamista. Fílunum stafar ógn af uppreisnarmönnum og margir íbúar á svæðinu eru allt annað en sáttir við fílana því þeir hafa troðið uppskeru þeirra niður.

Rúmlega 250 fílar hafa komið til Kala-Balge í Nígeríu frá Chad og Kamerún á síðustu vikum. Fílarnir hafa árum saman hræðst þorp á svæðinu en þeir eru yfirleitt varkárir hvað varðar mannabyggðir. En eftir áralanga baráttu Boko Haram á svæðinu eru mörg þorp nú auð því íbúarnir hafa hrakist á brott. Af þeim sökum leita fílarnir nú þangað.

Samkvæmt frétt The Guardian þá segir Babagana Shettima, leiðtogi samfélags í Kala-Balgei, að nærvera fílanna hafi aukið á hörmungar íbúanna. Fílarnir eyðileggi ræktarland og ekki sé á bætandi því fólk þjáist fyrir vegna átaka. Margir dvelji í flóttamannabúðum eða séu á vergangi og ef fílarnir eyðileggi uppskeruna hafi fólk ekkert að borða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Særðust í skotárás í Svíþjóð

Særðust í skotárás í Svíþjóð