fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fundu þrettán dularfullar múmíur í brunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 17:11

Magnaður fornleifafundur. Mynd:Ministry of Tourism and Antiquities

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egypskir fornleifafræðingar hafa fundið dularfullt safn líkkista, sem eru taldar innihalda múmíur, sem hafa verið lokaðar í rúmlega 2.500 ár. Um 13 kistur er að ræða en þær fundust í 12 metra djúpum brunni og var kistunum staflað hver ofan á aðra. Þær hafa varðveist svo vel að upphaflegur útskurður og litur þeirra er vel greinanlegur.

Þetta segir egypska ferðamanna- og fornminjaráðuneytið að sögn CNN. Fram kemur að fornleifafræðingar hafi fundið kisturnar í Sawwara, sem er um 30 km sunnan við höfuðborgina Kaíró. Þar er meðal annars elsti pýramídi heims.

Khaled El-Enany, ráðherra ferðamanna- og fornminjamála, sagði á Twitter að það „væri ólýsanleg tilfinning að verða vitni að nýjum fornleifauppgötvunum“.

Ótrúlega vel varðveittar kistur. Mynd:Ministry of Tourism and Antiquities

Aðeins eru nokkrar vikur síðan stjórnvöld opnuðu aftur fyrir aðgengi að fornminjum í landinu en gripið var til lokana í mars vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ferðamannaiðnaðurinn er mjög mikilvægur fyrir egypskt efnahagslíf en á síðasta ári komu 13,6 milljónir ferðamanna til landsins. Um ein milljón heimamanna starfar við ferðamannaiðnaðinn.

Mynd:Ministry of Tourism and Antiquities
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu