fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Umhyggjusöm eiginkonan færði manninum mat – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. september 2020 07:00

Maðurinn er mikill sælkeri og sólginn í kökur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðari árshelmingi 2018 var karlmaður á sjötugsaldri lagður inn á þrjú sjúkrahús í Danmörku. Meðan á innlögnunum stóð gerðist það reglulega að ástand hans snarversnaði og hann var í lífshættu.

Maðurinn er gefinn fyrir góðan mat og sætindi og því færði, að því er virtist umhyggjusöm eiginkonan, honum oft kökur og eftirrétti þegar hún kom í heimsókn. Hjónin hafa verið gift í 45 ár. En ekki var allt sem sýndist því góðgætið var fyllt með vöðvaslakandi efni og virðist því sem umhyggjusama eiginkonan hafi ætlað að myrða eiginmanninn.

Þetta telur ákæruvaldið að minnsta kosti og var ákæra gefin út á hendur konunni á síðasta ári. Dómstóll í Sønderborg dæmdi konuna, sem nú er 66 ára, í sjö ára fangelsi fyrir morðtilraunir. Hún hefur alltaf neitað sök og áfrýjaði dómnum strax til Vestri-Landsréttar sem tekur málið fyrir í dag.

Í umfjöllun Ekstra Bladet kemur fram að í lok júlí 2018 hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahúsið í Sønderborg. Tveimur mánuðum síðar var hann fluttur á Háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum og mánuði síðar á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn.

Á öllum þremur sjúkrahúsunum gerðist það að ástand mannsins versnaði til mikilla muna. Oft missti hann meðvitund og heilastarfsemin var í lágmarki og var hann í lífshættu segir í ákærunni.

Lækna á Ríkissjúkrahúsinu fór að gruna að þessi slæma heilsa mannsins tengdist heimsóknum eiginkonu hans og góðgætinu sem hún hafði meðferðis. Þegar hann missti meðvitund eftir heimsókn konunnar í nóvember tóku læknarnir mörg sýni af því sem var í maga hans, þvagi og blóði. Rannsóknir á sýnunum leiddu í ljós að efnið baclofen var í líkama hans en það er vöðvaslakandi efni sem er lífshættulegt í miklu magni. Vakt var sett upp við sjúkrabeð mannsins og hætti hann þá að fá svona alvarleg köst.

Að sögn mannsins og dóttur þeirra hjóna þá fékk eiginkonan lyfið bacoflen vegna þess að hún þjáist af Parkinsonssjúkdómnum. Það kom þeim því mjög á óvart, þegar málið var tekið fyrir í undirrétti í Sønderborg, þegar fram kom að hún væri ekki með Parkinsonssjúkdóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig