fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Keypti úr fyrir 43.000 krónur fyrir 46 árum – Trúði ekki hvað hann getur fengið fyrir það í dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1974 keypti maður nokkur Rolex-úr í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Fyrir það greiddi hann sem svarar til um 43.000 íslenskra króna. Nýlega kom hann fram í bandarísku útgáfunni af „Antiques Roadshow“ þar sem hann lét verðmeta úrið. Óhætt er að segja að manninum hafi brugðið mjög þegar honum var sagt að í dag geti hann fengið sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna fyrir úrið.

En ekki nóg með það því sérfræðingurinn vildi ekki útiloka að hann gæti fengið töluvert meira fyrir úrið eða sem svarar til allt að 86 milljóna íslenskra króna vegna þess hversu góðu ástandi úrið er í. CNN skýrir frá þessu.

CBS birti myndbandið, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, á Twitter þar sem er hægt að sjá viðbrögð mannsins við þessum fréttum.

Í „Antiques Roadshow“ kemur einnig fram að hér sé ekki um venjulegt úr að ræða því það sé af mjög sjaldgæfri tegund Rolex-úra sem heitir „Rolex Oyster Cosmograph Reference No. 6263“.

Eigandinn sagðist hafa keypt úrið vegna þess að hann hafði heyrt að það væri vatnsþétt og hann gæti því verið með það á sér þegar hann væri að kafa. Hann var í flughernum á þessum tíma og fékk tíu prósent afslátt af úrinu þegar hann keypti það og lét senda til herstöðvarinnar þar sem hann var staðsettur. Úrið fékk hann sent í apríl 1975. En þegar hann fékk þetta glæsilega úr, sem kostaði hann tæp mánaðarlaun, tímdi hann ekki að nota það í saltvatni og setti það þess í stað í bankahólf þar sem það hefur verið í tæp 40 ár. Hann tók það örsjaldan úr hólfinu og þá aðeins til að kanna hvort það virkaði.

Verðmatið byggist á að úrið er í fullkomnu standi og ekki skemmir fyrir að maðurinn á enn ábyrgðarskírteinið og kvittanirnar fyrir kaupunum. Auk þess á hann enn upprunalega bæklinginn sem fylgdi með úrinu og kassana tvo sem það kom í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið