En ekki nóg með það því sérfræðingurinn vildi ekki útiloka að hann gæti fengið töluvert meira fyrir úrið eða sem svarar til allt að 86 milljóna íslenskra króna vegna þess hversu góðu ástandi úrið er í. CNN skýrir frá þessu.
CBS birti myndbandið, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, á Twitter þar sem er hægt að sjá viðbrögð mannsins við þessum fréttum.
Í „Antiques Roadshow“ kemur einnig fram að hér sé ekki um venjulegt úr að ræða því það sé af mjög sjaldgæfri tegund Rolex-úra sem heitir „Rolex Oyster Cosmograph Reference No. 6263“.
Eigandinn sagðist hafa keypt úrið vegna þess að hann hafði heyrt að það væri vatnsþétt og hann gæti því verið með það á sér þegar hann væri að kafa. Hann var í flughernum á þessum tíma og fékk tíu prósent afslátt af úrinu þegar hann keypti það og lét senda til herstöðvarinnar þar sem hann var staðsettur. Úrið fékk hann sent í apríl 1975. En þegar hann fékk þetta glæsilega úr, sem kostaði hann tæp mánaðarlaun, tímdi hann ekki að nota það í saltvatni og setti það þess í stað í bankahólf þar sem það hefur verið í tæp 40 ár. Hann tók það örsjaldan úr hólfinu og þá aðeins til að kanna hvort það virkaði.
Verðmatið byggist á að úrið er í fullkomnu standi og ekki skemmir fyrir að maðurinn á enn ábyrgðarskírteinið og kvittanirnar fyrir kaupunum. Auk þess á hann enn upprunalega bæklinginn sem fylgdi með úrinu og kassana tvo sem það kom í.
An Air Force veteran paid $350 for his Rolex Daytona four decades ago (for watch geeks it’s an Oyster Paul Newman ref. 6263). Watch his priceless reaction when he learns it’s worth up to $700,000 on @RoadshowPBS. @CBSThisMorning #WhatToWatch pic.twitter.com/jag6R1wWRo
— Vladimir Duthiers (@vladduthiersCBS) January 29, 2020