fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

18 ára fyrirsæta lést við dularfullar kringumstæður – Ný gögn auka enn á vangavelturnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 05:58

Ivana Smit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. desember 2017 fannst lík Ivana Smit, 18 ára hollenskrar fyrirsætu, á svölum á sjöttu hæð lúxushótels í Kuala Lumpur í Malasíu. Hún var nakin. Ljóst var að hún hafði hrapað töluverða vegalengd áður en hún lenti á svölunum. Allt frá því að líkið fannst hafa verið uppi vangaveltur um hvað gerðist en vitað er að Smit var í lúxussvítu á tuttugustu hæð hótelsins. Mörgum spurningum er ósvarð í málinu og nú hefur það flækst enn meira.

Samkvæmt frétt Daily Mail þá var Ivana Smit mjög eftirsótt fyrirsæta og ferðaðist hún um allan heim til að koma fram á tískusýningum, sitja fyrir og sækja samkvæmi.

Líf hennar endaði þó aðfaranótt 7. desember 2017. Hún var í samkvæmi með bandaríska parinu Alexander Amado Johnson og Luna Almaz. Þau buðu henni síðan með upp í lúxussvítu sína á tuttugustu hæð hótelsins sem þau gistu á. Þar stunduðu þau öll kynlíf saman.

Snemma morguns fannst lík Ivana Smit á svölum á sjöttu hæð hótelsins. Lögregluna grunaði að bandaríska parið vissi eitthvað um dauða Smit en engin sönnunargögn fundust sem tengdu þau við andlát hennar.

Í síðustu viku lágu síðan endanlega fyrir niðurstöður rannsókna réttarmeinafræðinga í Hollandi og Malasíu á líki Smit. Samkvæmt þeim þá var hún látin þegar hún hrapaði niður af tuttugustu hæð. Líkið bar þess merki að átök hefðu átt sér stað. Hún var með áverka á handlegg, höfði og skurði á líkamanum eftir brotnar flöskur. Auk þess fannst DNA úr Alexander Amado Johnson undir nöglum hennar.

Mahyon Talib, réttarmeinafræðingur, segir að erfitt sé að segja til með fullri vissu um hvað gerðist í lúxussvítunni en ýmislegt bendi til að Ivana Smit hafi dáið í henni.

Ekki er enn vitað hvort bandaríska parið átti hlut að máli.

Foreldrar Smit og lögmaður þeirra trúa ekki að andlát hennar hafi verið slys.

„Látin manneskja getur ekki kastað sér fram af svölum. Það hljóta að vera einn eða fleiri sem hentu henni fram af þeim.“

Segir lögmaður fjölskyldunnar.

Alexander Amado Johnson og Luna Almaz fóru til Bandaríkjanna skömmu eftir að málið kom upp og hafa ekki verið yfirheyrð á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás