Þriðjudagur 28.janúar 2020
Pressan

Var á atvinnuleysisbótum – Varð milljónamæringur á 10 dögum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 07:02

Anita Campbell.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anita Campell, 51 árs, frá Seaham á Englandi var lengi atvinnulaus og barðist í bökkum við að láta atvinnuleysisbæturnar duga til að framfleyta sér og fjórum börnum sínum. En það er liðin tíð því nýlega varð hún milljónamæringur á aðeins 10 dögum.

Liverpool Echo og Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að hún hafi unnið 597.000 pund, sem jafngilda um 95 milljónum íslenskra króna, í netbingói. En þar með er ekki öll sagan sögð því 10 dögum síðar vann hún 522.000 pund, sem jafngilda um 83 milljónum króna, í sama bingói.

Anita hefur nú þegar notað hluta af nýfengnu peningunum því hún gaf öldruðum föður sínum nýtt húsnæði og fór í verslunarleiðangur með börnin sín fjögur. Auk þess er hún búin að greiða allar skuldir sínar.

„Þetta er ennþá eins og draumur. Ég snýst bara í hringi og trúi þessu ekki. Ég hugsaði strax með mér að nú gæti ég hjálpað börnunum mínum.“

Sagði Anita í samtali við Daily Mail. Hún sagði jafnframt að árið sem hún var á bótum hafi verið henni erfitt. Hún hafi misst mörg kíló því hún hafi ekki getað borðað almennilega og þetta hafi haft áhrif á sykursýkina sem hún þjáist af.

Hún er nú flutt úr leiguíbúðinni inn í sína eigin íbúð. Hún gaf öll húsgögnin sín og keypti sér ný og greiddi auk þess skuldir sem höfðu safnst upp í tengslum við útför móður hennar á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Lúxushótel býður upp á gistingu með fílum

Lúxushótel býður upp á gistingu með fílum
Pressan
Í gær

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést

Deila fallegum sögum af Kobe Bryant – Hjálpaði eftir alvarlegt bílslys skömmu áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Litla, ljóta leyndarmálið í flugbransanum

Litla, ljóta leyndarmálið í flugbransanum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar hyggjast banna einnota plast

Kínverjar hyggjast banna einnota plast