Liverpool Echo og Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að hún hafi unnið 597.000 pund, sem jafngilda um 95 milljónum íslenskra króna, í netbingói. En þar með er ekki öll sagan sögð því 10 dögum síðar vann hún 522.000 pund, sem jafngilda um 83 milljónum króna, í sama bingói.
Anita hefur nú þegar notað hluta af nýfengnu peningunum því hún gaf öldruðum föður sínum nýtt húsnæði og fór í verslunarleiðangur með börnin sín fjögur. Auk þess er hún búin að greiða allar skuldir sínar.
„Þetta er ennþá eins og draumur. Ég snýst bara í hringi og trúi þessu ekki. Ég hugsaði strax með mér að nú gæti ég hjálpað börnunum mínum.“
Sagði Anita í samtali við Daily Mail. Hún sagði jafnframt að árið sem hún var á bótum hafi verið henni erfitt. Hún hafi misst mörg kíló því hún hafi ekki getað borðað almennilega og þetta hafi haft áhrif á sykursýkina sem hún þjáist af.
Hún er nú flutt úr leiguíbúðinni inn í sína eigin íbúð. Hún gaf öll húsgögnin sín og keypti sér ný og greiddi auk þess skuldir sem höfðu safnst upp í tengslum við útför móður hennar á síðasta ári.