fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Bauð milljónir fyrir upplýsingar um morðingjann – Nú hefur hún sjálf verið handtekin

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cindy Schulz-Juedes, 65 ára kona í Wisconsin í Bandaríkjunum, var handtekin í gær vegna gruns um morð.

Cindy þessi hafði boðið hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um morðið á eiginmanni sínum, Kenneth Juedes, 25 þúsund Bandaríkjadali, um þrjár milljónir króna.

Það var þann 30. ágúst 2006 að Cindy hringdi örvæntingarfull í lögregluna og tilkynnti að hún hefði komið að eiginmanni sínum látnum. Hann var með svö skotsár á brjósti eftir haglabyssu og var látinn þegar að var komið.

Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að Cindy átti eins haglabyssu og var notuð í morðinu. Hún tilkynnti þó, eftir morðið, að haglabyssunni hefði verið stolið og líklega hefði morðingi eiginmannsins notað byssuna og haft hana á brott með sér.

Nú, rúmum þrettán árum síðar, hefur Cindy verið handtekin vegna morðsins og gæti hún átt ákæru yfir höfði sér. Fari málið alla leið gæti Cindy átt lífstíðardóm yfir höfði sér. Lögregla og sakskóknarar telja allar líkur á að hún hafi sjálf drepið eiginmann sinn í þeim tilgangi að fá greidda út líftryggingu hans og peninga vegna sölu á landareign þeirra hjóna.

Verjandi Cindy segir að lögregla hafi engar beinar sannanir gegn skjólstæðingi sínum sem neitar sök í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið