Cindy þessi hafði boðið hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um morðið á eiginmanni sínum, Kenneth Juedes, 25 þúsund Bandaríkjadali, um þrjár milljónir króna.
Það var þann 30. ágúst 2006 að Cindy hringdi örvæntingarfull í lögregluna og tilkynnti að hún hefði komið að eiginmanni sínum látnum. Hann var með svö skotsár á brjósti eftir haglabyssu og var látinn þegar að var komið.
Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að Cindy átti eins haglabyssu og var notuð í morðinu. Hún tilkynnti þó, eftir morðið, að haglabyssunni hefði verið stolið og líklega hefði morðingi eiginmannsins notað byssuna og haft hana á brott með sér.
Nú, rúmum þrettán árum síðar, hefur Cindy verið handtekin vegna morðsins og gæti hún átt ákæru yfir höfði sér. Fari málið alla leið gæti Cindy átt lífstíðardóm yfir höfði sér. Lögregla og sakskóknarar telja allar líkur á að hún hafi sjálf drepið eiginmann sinn í þeim tilgangi að fá greidda út líftryggingu hans og peninga vegna sölu á landareign þeirra hjóna.
Verjandi Cindy segir að lögregla hafi engar beinar sannanir gegn skjólstæðingi sínum sem neitar sök í málinu.