Laugardagur 14.desember 2019
Pressan

Köttur laumaði sér í barnavagn með skelfilegum afleiðingum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 11:48

Halyna Zakharchuk var í hópi þeirra sem komu á vettvang þessa harmleiks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að köttur hafi orðið níu mánaða stúlku að bana meðan stúlkan svaf í barnavagni við heimili sitt í Lipovetsky í Úkraínu á dögunum.

Í fréttum úkraínskra fjölmiðla kemur fram að móðir stúlkunnar, Snezhana að nafni, hafi komið að dóttur sinni í barnavagninum og veitti hún því athygli að heimiliskötturinn, annar tveggja, hafði komið sér fyrir hjá stúlkunni og lá ofan á andliti hennar. Þegar Snezhana rak köttinn í burtu sá hún að stúlkan andaði ekki.

Sjúkraflutningamenn voru kallaðir á vettvang og reyndu þeir hvað þeir gátu að koma stúlkunni til að anda. Allt kom fyrir ekki og var stúlkan úrskurðuð látin skömmu síðar. Grunur leikur á að stúlkan hafi kafnað en krufning mun væntanlega leiða það í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Svona hættulegt er vinsælt tóbak

Svona hættulegt er vinsælt tóbak
Pressan
Í gær

Framhjáhaldið getur reynst milljarðamæringnum dýrt

Framhjáhaldið getur reynst milljarðamæringnum dýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn eitt áfallið fyrir bresku konungsfjölskylduna

Enn eitt áfallið fyrir bresku konungsfjölskylduna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast um afdrif mörg þúsund manns í bandarískum stórborgum

Óttast um afdrif mörg þúsund manns í bandarískum stórborgum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings