fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heit og æsandi nótt með eiginmanninum var nærri því búin að kosta 46 ára konu frá Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum lífið. Þau stunduðu kynlíf en um þremur klukkustundum síðar fékk konan háan hita, bólgnaði og svimaði. Síðan bættist mikill kláði við, niðurgangur og lágur blóðþrýstingur. Hún var flutt á sjúkrahús í skyndi.

Þar var það mat lækna að hún hefði fengið sýkingu í æðar og fékk hún meðferð miðað við það segir í skýrslu um málið. Skýrslan er nefnd „Almost killed by love: A Cautionary Coital Tale“ sem í lauslegri þýðingu þýðir: „Næstum drepin af ást: Samfarasaga til aðvörunar.“ Sciencealert skýrir frá þessu.

Frekari rannsóknir á konunni leiddu í ljós að ekki var um sýkingu að ræða. Hún hafði fengið heiftarleg ofnæmisviðbrögð vegna ástarleiksins með eiginmanninum. Þau notuðu ekki smokk þegar þau höfðu samfarir og það skýrði málið því eiginmaðurinn var nýbúinn að vera á sýklalyfjakúr vegna hjartasjúkdóms. Það voru leifar af sýklalyfinu í sæði hans og þessar leifar orsökuðu ofnæmisviðbrögðin hjá konunni sem er einmitt með ofnæmi fyrir sýklalyfjum.

Læknismeðferðinni var því breytt í samræmi við þetta og var þá hægt að útskrifa konuna af sjúkrahúsi 24 klukkustundum síðar. Hjónunum var ráðlagt að halda sig frá kynlífi í eina viku á meðan sýklalyfið hreinsaðist úr líkama mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður