fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Fjölskyldufaðir lést úr hjartaslagi eftir að hafa verið sakaður um vörslu barnakláms

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu og þriggja ára gamall fjölskyldufaðir í Oregon í Bandaríkjunum lést úr hjartaslagi nokkrum mánuðum eftir að hann hafði verið til rannsóknar hjá FBI vegna gruns um vörslu barnakláms. Maðurinn var með hjartagalla og segir fjölskylda hans að álagið vegna rannsóknarinnar hafi magnað upp hjartagallann og leitt til dauða mannsins. Af þessum sökum hefur fjölskyldan höfðað mál á hendur verslunarkeðjunni Target og krefst skaðabóta upp á eina milljón dollara.

Forsagan er sú að Jeffrey Buckheimer leitaði í júlímánuði árið 2018 til starfsmanns í raftækjadeild Target og bað um hjálp hans við að eyða efni af símanum sínum. Starfsmaður Target kveðst hafa séð á síma Bruckmeyers klámfengnar myndir af börnum og nektarmyndir af Buckmeyer sjálfum þar sem hann var kynferðislega örvaður. Hafði starfsmaðurinn samband við lögreglu vegna málsins.

Buckmeyer bjó einn í smábæ í Oregon og átti unglingsdóttur. Var umgengni hans við dótturina takmörkuð á meðan rannsókninni stóð og nágrönnum Buckmeyers var sagt frá ásökununum á hendur honum.

Ekki fannst neitt klámfengið efni á síma Buckmeyers og því síður barnaklám. Rannsóknin leiddi ekkert í ljós sem stutt gat ásakanir starfsmannsins hjá Target og eru þær ásakanir flestum sem til þekkja ráðgáta.

Buckmeyer lést hins vegar nokkrum mánuðum eftir að rannsókninni lauk og fjölskylda hans rekur dauða hans til álagsins af rannsókninni.

Daily Mail greindi frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið