fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Það getur verndað afkomendurna fyrir offitu ef þeir eru getnir í kulda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið vitað að umhverfi okkar og lífsstíll hefur áhrif á genin okkar. Það sem við borðum, sú hreyfing sem við stundum og stress getur haft áhrif á genin og breytt þeim og þetta getur síðan skilað sér áfram til afkomenda okkar. Það er til dæmis vel þekkt að mataræði móður á meðgöngu hefur áhrif á fæðingarþyngd barnsins og heilsu þess síðar á lífsleiðinni. Nú segja svissneskir vísindamenn að það geti verndað börn fyrir offitu ef getnaður á sér stað í kulda.

Í rannsókn þeirra, sem 8.400 manns tóku þátt í, kom í ljós að samhengi er á milli hversu mikið er af brúnum fituvef í líkama fólks, BMI (líkamsmassastuðull) og hvort fólk var getið á heitum eða köldum árstíma. Það er því ekki annað að sjá en hitastigð geti einnig breytt genunum okkar.

Brúnn fituvefur hefur ákveðna eiginleika sem geta aukið brennslu og getur því veitt vernd gegn ofþyngd og sykursýki 2.

Vísindamennirnir uppgötvuðu að þeir sem eru með meira af þessum brúna fituvef en aðrir höfðu oftar fæðst frá júlí til nóvember og höfðu þar af leiðandi verið getnir á köldum árstíma. Það var því ekki annað að sjá en að bólfarir foreldranna á köldum árstíma hafi dregið úr líkunum á ofþyngd síðar á lífsleiðinni.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“