fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

49 ára kona lést eftir að allar tennurnar voru teknar úr henni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 08:40

Mæðgurnar á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lést 49 ára bresk kona, Rachel Johnston, eftir að allar tennurnar voru teknar úr henni. Þær voru í slæmu ástandi og tannlæknir taldi ekki annað fært en að draga þær allar úr Rachel, sem var þroskaheft, gekkst því undir aðgerðina og fór heim að því loknu.

BBC skýrir frá þessu. Næsta dag leið yfir hana og hún var flutt á sjúkrahús og lögð inn enda var hún meðvitundarlaus. Ekki leið á löngu áður en læknar gátu ekkert gert til að bjarga lífi hennar.

Móðir hennar, Diana Johnston, sagði í samtali við BBC að hún hafi spurt hvort ekki væri hægt að draga nokkrar tennur úr í einu en hafi fengið þau svör að það væri ekki hægt og því hafi hún farið í þessa stóru aðgerð. Hún sagði að Rachel hafi verið í góðu skapi eftir aðgerðina en næsta dag hafi verið hringt frá sambýlinu, þar sem hún bjó, og henni sagt að Rachel væri veik. Það blæddi mikið úr henni og tunga hennar var bólgin.

„Hún lá bara þarna, eins og hún væri líflaus.“

Sagði Diana.

Tíu dögum síðar var slökkt á öndunarvélinni sem hafði haldið henni lifandi síðan hún var flutt á sjúkrahús.

Málið hefur vakið athygli á þeirri meðferð sem fatlaðir fá í breska heilbrigðiskerfinu og fleiri hafa svipaða sögu að segja og Diana þar sem allar tennurnar hafa verið dregnar úr fötluðu fólki.

Heilbrigðisyfirvöld eru nú að rannsaka andlát Rachel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum