Matarvefurinn Tasteatlas birti í desember grein þar sem fjallað er um 100 verstu rétti heims. Íslendingar geta fagnað því hinn misvinsæli þjóðarréttur, hákarlinn er efstur á lista.
Í umfjöllun Tasteatlas segir að „hákarl er þjóðarkostur Íslendinga úr hertu hákarlakjöti, það er Grænlandshákarl og aðrir svefnhákarlar. Kjötið er fyrst gerjað í allt að þrjá mánuði, síðan hengt og látið þorna í fjóra til fimm mánuði í viðbót. Það eru tvær tegundir af réttinum: seigur, rauðleitur glerhákarl og mjúkur, hvítur skyrhákarl. Hákarlinn telst matur fyrir hugrakka, vegna þess að mikið ammoníakinnihald fær fólk til að kúgast. Hákarlinn er venjulega skorinn í teninga og borinn fram á tannstönglum með tilheyrandi skoti af íslensku brennivíni.“