fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. maí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Gunnar Oddur Hafliðason fjórði dómari í leik Breiðabliks og Vals á mánudag hafði veruleg áhrif á þau vafamál sem komu upp í leiknum.

Valur vann 3-2 sigur á Blikum í Kópavogi á mánudag þar sem Adam Ægir Pálsson kantmaður liðsins og Arnar Grétarsson þjálfari liðsins fuku út af.

Adam Ægir fékk sitt seinna gula spjald fyrir að svara Halldóri Árnasyni þjálfara Breiðabliks. Ljóst má vera að báðir notuðu þeir ókvæðis orð í samskiptum sínum. Adam sagði Halldór að halda kjafti en ekki hefur komið fram hvað Halldór sagði við Adam.

Á myndbandi sem 433.is hefur nú undir höndum sést hvernig Halldór byrjar að láta Adam heyra það. Kantmaðurinn svarar Halldóri og þá kemur Gunnar Oddur til leiks.

Halldór og aðstoðarmaður hans Eyjólfur Héðinsson hamast þá í Gunnari til að fá hann til þess að spjalda Adam og reka hann af velli, það bar árangur þar sem Gunnar fer í það að ná sambandi við Erlend Eiríksson dómara leiksins.

Miðað við myndband af atvikinu hefði hið minnsta verið eðlilegt að Gunnar hefði kallað eftir því að Halldór yrði einnig spjaldaður.

Staðsetning Gunnars?

Það sem vekur svo einnig athygli varðandi þátt Gunnars Odds í leiknum að úr vélinni sem er fyrir ofan bekkinn sést að hann var nánast allan leikinn nálægt varamannabek Blika.

Í atvikinu sem Adam Ægir fýkur af velli er Gunnar nánast ofan í Halldóri og félögum í stað þess að staðsetja sit mitt á milli bekkjanna.

Þannig höfðu Halldór og Eyjólfur óeðlilegt aðgengi að Gunnari miðað við varamannabekk Vals sem þurfti að vaða út úr boðvangi sínum til að eiga samskipti við hann.

video
play-sharp-fill

Rautt spjald á Damir?

Fleiri umdeild atvik átu sér stað í leiknum sem ekki hefur verið fjallað um og líklega var Damir Muminovic heppinn að fá ekki rautt spjald í leiknum.

Í síðari hálfleik braut hann gróflega á Gylfa Þór Sigurðsson og urðaði svo yfir hann í kjölfarið.

Brotið sjálft verðskuldaði gult spjald og miðað við þá nýju línu sem dómarar hafa sett sér hefði Damir líklega átt að fá seinna gula spjaldið sitt fyrir það hvernig hann talaði til Gylfa.

Má sjá aðstoðarþjálfara Vals kalla eftir því að Damir fari af velli en Gunnar Oddur eða Erlendur Eiríksson voru ekki á þeim buxunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433FókusSport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland
433Sport
Í gær

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“

„Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera að þjálfa á góðum launum í Köben en að vera aðstoðarþjálfari hér“
433Sport
Í gær

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern

Þýskaland: Leverkusen tapaði ekki einum leik – Hrun hjá Bayern
Hide picture