fbpx
Föstudagur 09.desember 2022
Matur

Einfaldur grískur fiskréttur sem slær öll met!

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 15. ágúst 2022 10:29

Þessi dásamlegi gríski fiskréttur úr smiðju Lindu Ben á eftir að slá í gegn. MYNDIR/LINDA BEN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudagar eru fiskdagar hjá mörgum og ekkert er betra en fiskur í sælkerabúningi. Hér kemur ótrúleg einfaldur og ljúffengur grískur fiskréttur úr smiðju Lindu Ben sem heldur úti uppskriftarsíðunni Linda Ben.

Rétturinn er léttur og inniheldur mikið grænmeti sem er bakað í ólífu olíu- sítrónulegi. Úr verður alveg stórkostlega djúsí og bragðmikill réttur sem er virkilega einfaldur í framkvæmd. Það má með sanni segja að þetta sé sælkeraréttur sem þið verðið að prófa.

Grískur fiskréttur að hætti Lindu Ben

450 g þorskhnakkar

2 msk. ólífu olía til steikingar

2 msk. smjör

3 msk. ólífu olía

Safi úr 1 sítrónu

1 dl hveiti

1 tsk. cumin

1 tsk. paprika

1 tsk. túrmerik

1 tsk. kóríander

½ pakki forsoðnar parísarkartöflur

½-1 rauð paprika

125 g kirsuberjatómatar

2 hvítlauksgeirar

1 krukka feta ostur

nokkrar ólífur, helst svartar en annars grænar

Salt og pipar eftir smekk

Fersk steinselja eftir smekk

Aðferð

Byrjið á því að kveikja á bakarofninum og stillið á 200°C. Bræðið smjörið og blandið út í ólífu olíu og sítrónu safa. Setjið hveiti í skál og bætið kryddunum saman við (ekki salt og pipar, það fer seinna), blandið vel saman. Skerið þorskhnakka flakið í hæfilega stóra hluta, mér fannst gott að skipta því í þrjá hluta. Setjið hvern bita í olíu/smjör/sítrónu blönduna þannig hann blotni vel og hjúpið bitann svo í hveitiblöndunni. Hitið 2 matskeiðar af ólífuolíu á pönnu þangað til pannan er mjög heit en ekki rjúkandi heit. Steikið bitana í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið (það er óþarfi að elda fiskinn í gegn þar sem hann er fulleldaður í ofni)

Á meðan fiskurinn er á pönnunni, raðið þá kartöflum, paprikubitum, kirsuberjatómötum og ólífunum í eldfast mót. Setjið fiskinn svo ofan á grænmetið, reynið að setja hann svolítið ofan í grænmetið. Skerið niður tvö hvítlauksgeira smátt niður og dreifið honum yfir réttinn.

Hellið restinni af olíunni/smjör blöndunni yfir og dreifið svo fetaosti yfir allt saman. Kryddið með salti og pipar. Bakið inn í ofni í 15 mínútur eða þangað til osturinn verður gullinbrúnn.

Stráið  að lokum ferskri steinselju yfir. Njótið vel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni
Matur
Fyrir 2 vikum

Rekstur The Deli settur á sölu

Rekstur The Deli settur á sölu
Matur
Fyrir 2 vikum

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil
Matur
Fyrir 3 vikum

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
Matur
Fyrir 4 vikum

Gói elskar útieldhúsið sitt og spasvæðið

Gói elskar útieldhúsið sitt og spasvæðið
Matur
07.11.2022

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon