fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Matur

Myndir þú fyrirgefa maka þínum ef hann myndi gera þetta?

DV Matur
Miðvikudaginn 18. september 2019 18:10

Stacey og Dave.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú varst að koma heim, þig langar að narta í eitthvað og opnar ísskápinn. Við blasir glær öryggisskápur fullur af súkkulaði og það þarf lykilorð til að opna hann. Hvað gerir þú?

Stacey Lowe, frá Wales, var heldur betur ósátt við unnusta sinn eftir að hann setti öryggisskáp úr glæru plasti í ísskápinn þeirr. Hann var orðinn þreyttur á því að hún væri sífellt að borða súkkulaðið hans og hann neitar að gefa upp lykilorðið.

Hún segir frá þessu á Facebook.

„Ég kem heim og sé þetta! Þið kaupið hús saman, eignist barn og trúlofist og eruð að skipuleggja brúðkaup saman og þetta gerist! Dave fer og kaupir fokking öryggisskáp fyrir ísskápinn því hann er fáviti og vill ekki deila súkkulaðinu sínu með mér lengur! Vill einhver hann? Þetta er klárlega efni í sambandsslit er það ekki?!“

Færslan hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima.

Stacey segir að hann sé að „pína“ hana með öryggisskápnum og hún „getur ekki staðist súkkulaði.“

Hún hefur miklar áhyggur að Dave muni kaupa öryggisskáp fyrir matarskápana einnig.

„Ég hló fyrst en ég sagði honum síðan að þetta væri eins og misþyrmingar því ég get séð hvað er inni í skápnum. Það er eins og það sé verið að sýna mér það sem ég má ekki fá,“ skrifar hún á Facebook.

„Við erum bæði matgæðingar en ég get ekki staðist súkkulaði.“

Stacey og Dave hafa verið saman í fjögur ár og eiga eins árs gamla stúlku saman. Dave fékk nóg af því að súkkulaði hans væri sífellt að hverfa og ákvað að það væri kominn tími til að gera eitthvað.

„Honum finnst hann svo sniðugur því hann er að slá í gegn á netinu núna,“ segir Stacey í samtali við The Sun.

Hvað myndir þú gera ef makinn þinn myndi gera þetta?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa