fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Fimm litríkir réttir sem gera vikuna æðislega

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2019 13:00

Girnilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matseðill þessa vikuna er stútufllur af litríkum og bragðmiklum réttum sem eiga pottþétt eftir að gera vikuna aðeins betri.

Mánudagur – Indverskur fiskréttur

Uppskrift af Caramel Tinted Life

Hráefni – fiskur:

700 g hvítur fiskur
salt og pipar
1 stór rauðlaukur, skorinn í fernt
2,5 cm bútur af engiferi, saxaður
4–5 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir
1 grænn chili pipar, saxaður
2 msk. grænmetisolía
300 g tómatar í dós
1 tsk. chili krydd
1½ tsk. túrmerik
250 ml kókosmjólk
smá tamarind

Aðferð:

Saltið og piprið fiskinn og setjið hann til hliðar. Blandið rauðlauk, engiferi, hvítlauk og grænum chili pipar saman í blandara þar til þetta minnir á mauk. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Setjið laukmaukið á pönnuna, hrærið vel í og hitið ínokkrar mínútur. Bætið chili kryddi og túrmeriki saman við og steikið í um mínútu. Bætið tómötum saman við og hrærið vel saman. Látið þetta malla í nokkrar mínútur. Blandið kókosmjólk við og blandið vel saman. Maukið með töfrasprota eða hellið sósunni í blandara til að mauka hana. Bætið smá tamarind saman við og saltið og piprið sósuna eftir smekk. Setjið fiskinn í sósuna á látið malla í 7 til 10 mínútur, eða þar til fiskurinn er eldaður. Berið strax fram.

Indverskur fiskréttur.

Þriðjudagur – Croque Madame

Uppskrift af Delish

Hráefni – Mornay-sósa:

1 msk. smjör
1 msk. hveiti
2/3 bolli mjólk
¼ tsk. salt
¼ tsk. pipar
¼ bolli rifinn ostur
múskat á hnífsoddi

Hráefni – brauðið:

4 sneiðar brioche-brauð (eða annað brauð)
2 msk. mjúkt smjör
2 tsk. Dijon sinnep
½ bolli Mornay-sósa
6 þunnar sneiðar af skinku
1 bolli rifinn ostur

Hráefni – egg:

1 msk. smjör
2 stór egg
maldon salt
svartur pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Byrjum á Mornay-sósunni. Bræðið smjörið í litlum potti yfir meðalhita. Bætið hveiti út í og hrærið í um 1 mínútu. Hrærð mjólkinni varlega saman við og bætið salti, pipari og múskati saman við. Náið upp suðu og hrærið stanslaust. Eldið þar til sósan þykknar, eða í um tvær mínútur. Takið af hitanum og blandið ostinum saman við. Látið kólna í 10 mínútur. Setjið brauðið saman. Ristið brauðið í stórri pönnu yfir meðalhita þar til það er gyllt. Setjið hálfa matskeið af smjöri á hverja sneið, snúið brauðinu síðan við og dreifið úr 1 matskeið af sinnepi og 1 msk af Mornay-sósu á tvær brauðsneiðar. Setjið 3 sneiðar af skinku og ¼ bolla af osti ofan á Mornay-sósuna og lokið samlokunum með hinum tveimru sneiðunum. Dreifið úr 2 matskeiðum af sósunni á toppnum á hvorri samloku og stráið restinni af ostinum ofan á. Setjið pönnuna í ofninn og bakið í 15 til 18 mínútur. Bræðið smjör í meðalstórri pönnu yfir meðalhita. Steikið eggin í um 3 mínútur, saltið og piprið og skreytið hvora samloku með eggi.

Croque Madame.

Miðvikudagur – Aspas- og parmesanpasta

Uppskrift af Cooking Chat Food

Hráefni:

1 búnt aspas
1 msk. ólífuolía
1 msk. parmesan ostur
salt og pipar
340 g slaufupasta
¼ bolli pastavatn
3 msk. ólífuolía
¼ bolli parmesan ostur
2 sneiðar parmaskinka
1 msk. sítrónusafi

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Blandið aspas saman við 1 matskeið af olíu, salt og pipar og 1 matskeið af parmesan osti. Bakið aspasinn í 10 mínútur, hrærið aðeins í aspasinum og setjið í ofninn í aðrar 10 mínútur. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka og haldið eftir ¼ bolla af pastavatninu. Hellið restinni af vatninu af pastanum og blandið strax saman við aspastinn, 3 matskeiðar af ólífuolíu, ¼ bolla af parmesan osti, parmaskinku og sítrónusafa. Berið strax fram.

Aspas- og parmesanpasta.

Fimmtudagur – Blómkálssúpa

Hráefni – súpa:

1 msk. ólífuolia
170 g laukur, smátt saxaður
1 brokkolíhaus, skorinn í bita
3 bollar grænmetissoð
70 g kasjúhnetur
2 msk. næringarger
¾ tsk. salt

Hráefni – hvítlauksolía:

1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
30 g valhnetur
30 g graskersfræ
1 msk. chia fræ
1 tsk. Nigella fræ
salt

Aðferð:

Setjið brokkolí í matvinnsluvél og saxið. Hitið 1 matskeið af olíu í potti yfir meðalhita og steikið laukinn þar til hann brúnast. Bætið brokkolí saman við og steikið í um 2 mínútur. Bætið grænmetissoði, kasjúhnetum, næringargeri og salti saman við og látið sjóða í súpunni yfir háum hita. Eldið í 3 mínútur. Setjið súpuna í blandar og maukið eða notið töfrasprota. Búið síðan til hvítlauksolíuna. Setjið olíu og hvítlauk í litla pönnu og steikið í um mínútu. Bætið valhnetum, fræjum og salti saman við og blandið vel saman. Steikið í 1 til 2 mínútur og passið ykkur að þetta brenni ekki við. Hitið súpuna aftur upp og skipti á milli skála. Skreytið með hvítlauksblöndunni og berið fram.

Blómkálssúpa.

Föstudagur – Satay kjúklingur

Uppskrift af Easy Chicken Recipes

Hráefni:

680 g kjúklingalæri, úrbeinuð
1 bolli hnetusmjör
1 bolli kókosmjólk
2 msk. sojasósa
1 msk. sæt sojasósa
½ msk. hvítlaukskrydd
½ msk. engiferkrydd
1 tsk. chili krydd
½ tsk. salt
2 súraldin
½ tsk. sesamfræ
1 msk. ferskt kóríander, saxað
½ tsk. chili flögur

Aðferð:

Skerið kjúklinginn í bita. Blandið hnetusmjöri, kókosmjólk, báðum sojasósunum, hvítlaukskryddi, engiferi, chili kryddi, salti og safa úr súraldinunum saman í skál. Blandið helmingnum að sósunni saman við kjúklingabitana. Nuddið kjúklingnum upp úr sósunni og látið marinerast í ísskáp í 3 klukkustundir. Hitið ofninn í 175°C. Þræðið kjúklingabitana á spjót og setjið smjörpappír á ofnplötu. Raðið kjúklingaspjótunum á plötuna og eldið í um 20 mínútur. Takið úr ofninum og stráið kóríander, sesamfræjum og chili flögum yfir. Berið strax fram með restinni af sósunni.

Satay kjúklingur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa