fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 17:29

Systkinin Guðmundur og Elín, eigendur Eldabusku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldabuskan er ungt fyrirtæki sem tók til starfa síðastliðið  haust og framleiðir fjölbreytt úrval tilbúinna rétta úr fersku, íslensku gæðahráefni og sendir viðskiptavinum sínum matarpakkana heim að dyrum. Einungis þarf að hita matinn í um það bil 20 mínútur í ofni og þá er ljúffengur og næringarríkur kvöldverður tilbúinn fyrir fjölskylduna segir í tilkynningu.

Að sögn Guðmundar Óla Sigurjónssonar, sem er eigandi Eldabuskunnar ásamt Elínu Bjarnadóttur systur sinni, þá hafa viðtökurnar þessa fyrstu mánuði farið fram úr þeirra björtustu vonum og starfsemin vaxið mun hraðar en til stóð. 

„Við erum með strangheiðarlegan mat og erum ekkert að bæta við hann einhverjum aukaefnum. Við lítum svo á að matur eigi hvorki að þola að standa á borðinu í marga daga né hafa nokkurra vikna geymsluþol. Sem stendur bjóðum við 16 rétti í skammtastærðum fyrir tvo, þrjá eða fjóra og hugsun okkar er ávallt sú að hver og ein fjölskylda geti mætt sínum þörfum hvað varðar hollustu, næringu og fjölbreytni. Við erum með Holta-kjúkling, nautakjöt, fiskmeti, rétti fyrir grænkera og vegan og við ætlum okkur að auka enn frekar á fjölbreytnina og bæta við tveimur nýjum réttum í hverri viku næstu mánuðina,“ segir Guðmundur Óli. Meðal rétta sem eru að detta inn á næstunni hjá Eldabuskunni má nefna hakkbollur í brúnni sósu, vegan-lasagne, fiskibollur með smjörsteiktum lauk, plokkfisk og fleira.

Ábendingar frá viðskiptavinum og aukin umsvif skapa hagræðingu

„Við fáum fjöldann allan af skilaboðum og ábendingum frá viðskiptavinum okkar sem gerir svo mikið fyrir okkur. Þetta er það sem hjálpar okkur hvað mest að vaxa og mæta þörfum okkar „fjölskyldna“ eins og við köllum viðskiptavini okkar,“ segir Guðmundur Óli og bætir við: „Við vorum að fá nýja pökkunarvél frá Multivac til að mæta aukningu í fjölda pantana og að sama skapi ætti þá aukið magn að hjálpa okkur að halda verðinu á máltíðum óbreyttu.“ 

Eldabuskan er með stór markmið á árinu 2024 og stefnir á að breyta kvöldmatarvenjum á Íslandi mikið. „Við sjáum fram á að við geta einfaldað fjölskyldum hlutina töluvert meira en aðrar lausnir bjóða upp á í dag og skapað þannig meiri tíma til að verja í samveru hvert með öðru. Við gætum þess vel að allt sem við gerum þarf að geta fallið undir að vera „besta kvöldmatarlausnin“. Við erum sjálf fjölskyldufólk og vitum hvað samverustundir eru mikilvægar. Þetta er lausn sem nýtist okkur vel og við viljum að aðrar fjölskyldur fái einnig notið góðs af henni. Leyfið okkur að sjá um kvöldmatinn og leyfið ykkur að njóta.“

Máltíðir frá Eldabuskunni er einungis hægt að panta á vefsíðunni eldabuskan.is og það þarf að gera með þriggja daga fyrirvara; matarpakkar eru afhentir heim að dyrum alla virka daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
25.10.2023

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói
Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
18.10.2023

Taco kjúklingasalat

Taco kjúklingasalat