fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Halla býr til hættulega góða ketó skúffuköku: „Þessi ætti að vera bönnuð“

Ketóhornið
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 16:00

Hættulega góð skúffukaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jæja, nú eru fermingar framundan ekki satt og þá er tilvalið að skella í eina til tvær ketó skúffukökur. Þetta er algjört gúmmelaði og sómir sér vel á veisluborði. Ég vann þessa uppskrift upp úr uppáhalds „go to“ skúffukökunni minni, sem ég bakaði reglulega fyrir mína ketótíð og hvarf nánast áður en ég náði henni úr skúffunni.

En fyrir þá sem vilja njóta hennar á típísku laugardagskvöldi má helminga uppskriftina og baka hana í minna fati. Þessi ætti að vera bönnuð – hættulega góð.

Kókos og súkkulaði klikkar ekki.

Ketó skúffukaka

Kaka – Hráefni:

1–2 bollar púðruð/fínmöluð sæta (ég segi einn til tveir þar sem upprunalega uppskriftin segir tveir en mér persónulega finnst það heldur mikið og 1 og ½ myndi ég segja gott. Sykur og sæta er ekki alveg það sama. Sætuna má svo auðveldlega púðra í blandara)
1 bolli möndlumjöl
½ bolli kókoshveiti
¾ bolli kakóduft (ég nota frá Siríus þar sem það er lægsta í kolvetnu sem ég fann í búðinni)
1½ tsk. lyftiduft
1½ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
3 egg
1 bolli grísk jógúrt eða sýrður rjómi
½ bolli fljótandi kókosolía (ég notaði mct olíu)
2 tsk. vanilludropar

Krem – Hráefni:

½ bolli mjúkt smjör
2/3 bolli sigtað kakódúft
½ bolli púðruð/fínmöluð sæta
1/3 bolli rjómi
1 tsk. vanilludropar

Kakóið góða.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Byrjum á kökunni. Þurrefnum hrært saman í skál. Í annarri skál hrærum við saman eggjum, grískri jógúrt, fljótandi kókosolíu og vanilludropum. Þá er þessu blauta hrært saman við þurrefnin og að lokum er 1 bolla af sjóðandi vatni hrært saman við öll herlegheitin. Deigið er blautt og því er hellt í vel smurða ofnskúffu og bakað í 35 mínútur. Leyfa kökunni að kólna áður en kremið er búið til. Smjör og kakóduft þeytt saman og hinu svo blandað út í. Kreminu smurt á kökuna og kókosmjöli stráð yfir.

Namminamm. Verði ykkur að góðu.

Svo er ég með gjafaleik á Instagram þar sem ég ætla að gefa áhöld sem ég nota mikið í eldhúsinu – meira um hann hér:

 

View this post on Instagram

 

… nú ætla ég að henda í nýjan leik hér á instagram. Eins og kannski ekki hefur farið framhjá ykkur elska ég eldhúsið og þá er ekki verra að hafa fallegar og nytsamlegar græjur við hendina? … Ég hef fengið margar fyrirspurnir um hvar ég fæ mínar fínu græjur en þar sem ég fæ þær flestar í útlöndum hef ég ekki getað bent fólki á hvar nákvæmlega …þannig að nú ætla ég að gefa ykkur öllum tækifæri á að eignast sitt lítið af mínu uppáhalds? … það eina sem þið þurfið að gera er að læka myndina og segja mér í hvað þið mynduð nota þessar dýrindis græjur? … ekki væri verra ef þið deilduð færslunni meðal vina þar sem ég mun velja vinningshafa þegar 2000 fylgjendum er náð á síðunni… spennó much??????

A post shared by Halla Björg Björnsdóttir (@hallabb) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa