fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Matur

Smákökur hringja inn aðventuna – Sjáið uppskriftirnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 1. desember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár uppskriftir – þrjár mismunandi smákökur. Ef þú bakar alltaf sömu smákökusortirnar fyrir jólin þá er tilvalið að prófa eitthvað nýtt um þessi jól.

Ostakökuást Ef þú elskar stórar ostakökur þá elskar þú ogguponsulitlar. Mynd: Sunna Gautadóttir

Ogguponsulitlar ostakökur

Ostakökufylling – Hráefni:

1 eggjarauða
85 g mjúkur rjómaostur
1/4 bolli sykur
2 tsk. rifinn sítrónubörkur
1/2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum vel saman í skál og setjið til hliðar.

Smákökur – Hráefni:

1 1/4 bolli mulið hafrakex
1 bolli hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
115 g mjúkt smjör
1/2 bolli púðursykur
1 eggjahvíta

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Blandið hafrakexi, hveiti og lyftidufti vel saman í lítilli skál. Hrærið smjöri og púðursykri vel saman í annarri skál. Bætið eggjahvítunni út í og hrærið vel. Blandið hafrakexblöndunni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman. Búið til litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötur. Fletjið kökurnar út með fingrunum og búið til litla holu í miðjuna á hverri köku. Setjið ostakökufyllinguna í holuna á hverri köku og bakið í 12 mínútur, eða þar til kökurnar eru gylltar. Ég drissaði síðan smá sítrónuberki yfir þessar þegar þær komu úr ofninum. Og þótt þessar séu meira en girnilegar, mæli ég með því að þið leyfið þeim að kólna lítið eitt áður en þið borðið þær. Algjörlega guðdómlegar!

Punkturinn yfir i-ið Brúnað smjör gerir bakkelsi enn betra. Mynd: Sunna Gautadóttir

Sjúkar salthnetukökur

Hráefni:

225 g smjör
1 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
2 egg
2 1/2 bolli hveiti
2 tsk. maíssterkja
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
1 bolli hvítt súkkulaði, grófsaxað
1 bolli salthnetur, grófsaxaðar

Aðferð:

Nú byrjum við á því að brúna smjör. Setjið smjörið í lítinn pott og bræðið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust. Smjörið á eftir að freyða og síðan verður það brúnt. Þegar þið finnið hnetukeim af því er það tilbúið. Takið þá pottinn af hellunni og leyfið smjörinu að kólna í korter. Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman. Bætið vanilludropum og eggjum saman við og hrærið vel. Blandið hveiti, sterkju, salti og matarsóda saman í annarri skál. Blandið því síðan varlega saman við smjörblönduna. Blandið súkkulaði og salthnetum saman við með sleif eða sleikju og kælið deigið í ísskáp í hálftíma. Hitið ofninn í 160°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Búið til litlar kúlur úr deiginu og raðið á plöturnar. Bakið í 11–13 mínútur og leyfið þeim síðan að kólna – ef þið getið staðist þær!

Súkkulaði og pekanhnetur Hvað er betra? Mynd: Sunna Gautadóttir

Pekanhnetutryllingur

Toppur – Hráefni:

2 msk. brætt smjör
1/2 bolli pekanhnetur, saxaðar
1/3 bolli púðursykur
1/2 bolli síróp
2 egg
1/8 tsk. salt

Aðferð:

Setjið öll hráefni í pönnu og hrærið vel. Látið malla yfir meðalháum hita þar til blandan þykknar. Takið pönnuna af hellunni þegar blandan er orðin svipað þykk og búðingur.

Smákökur – Hráefni:

230 g mjúkt smjör
1 bolli ljós púðursykur
1 bolli sykur
2 tsk. vanilludropar
2 stór egg
2 1/4 bolli hveiti
1/2 bolli kakó
1 tsk. matarsódi
smá salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Hrærið smjöri, púðursykri og sykri vel saman og bætið því næst vanilludropum og eggjum saman við. Blandið hveiti, kakói, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því síðan varlega saman við smjörblönduna. Búið til litlar kúlur úr deiginu og skellið á ofnplöturnar. Athugið að þessar kökur dreifa úr sér. Bakið kökurnar í 8 mínútur. Takið úr ofninum og setjið um það bil eina matskeið af pekanhnetublöndunni ofan á hverja köku. Setjið aftur í ofninn og bakið í 4 mínútur til viðbótar. Þessar eru ekki af þessum heimi!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa