fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2024
Pressan

Þeir áttu að kosta 1,8 milljónir – Hann fékk þá á 1.800 krónur

Pressan
Föstudaginn 10. maí 2024 04:08

Þetta fékk hann á spottprís. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta dag desembermánaðar á síðasta ári var Mexíkóinn Rogelio Villarreal Jasso að skrolla í gegnum Instragram. Þá birtist auglýsing frá lúxusvörumerkinu Cartier um eyrnalokka. Verðið var aðeins 13 dollarar en það svarar til um 1.800 króna.

Business Insider segir að venjulega séu eyrnalokkar af þessari gerð seldir á tæplega 14.000 dollara en það svarar til um 1,8 milljóna íslenskra króna.

Það er því kannski engin furða að Jasso hafi látið slag standa og pantað tvö pör.

En verðið var ekki rétt, mistök höfðu verið gerð og Cartier vildi ekki senda honum eyrnalokkana.

Jasso segist að nokkrum dögum eftir að hann pantaði eyrnalokkana hafi verið hringt í hann frá Cartier og honum sagt að pöntun hans hefði verið felld úr gildi. Hann var beðinn afsökunar og fyrirtækið bauðst til að senda honum kampavín og kortaveski. Hann afþakkað þetta pent.

Þess í stað las hann  skilyrðin og annað af smáa letrinu á mexíkóskri heimasíðu Cartier og komst að því að fyrirtækið ráðleggur viðskiptavinum sínum að hafa samband við Umboðsmann neytenda í Mexíkó ef þeir eru í vandræðum með pantanir.

The New York Times segir að hann hafi sent kvörtun til umboðsmannsins og hafi vísað í neytendalöggjöfina í Mexíkó sem kveður á um að draga skuli seljanda fyrir dóm ef hann stendur ekki við þau skilyrði og reglur sem gilda um sölu á varningi.

Umboðsmaðurinn hafði samband við Cartier í því skyni að reyna að ná sáttum. Að lokum gaf fyrirtækið eftir og sendi Jasso eyrnalokkana hans.

Hann tók myndir af þessu og birti á samfélagsmiðlum og í kjölfarið myndaðist mikil umræða um svipuð mál og er ekki annað að sjá en það sé mun algengara en talið var að fyrirtæki breyti verði á vörum sínum, að minnsta kosti ef miða má við fjölda kvartana.

Lilly Téllez, þingmaður, blandaði sér í umræðuna og sakaði Jasso um að misnota Cartier og sagði að hann hefði ekki átt að gera þetta, jafnvel „þótt lögin séu þín megin“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Dauði ættleiddu stúlkunnar – Óskiljanlega morðið sem skók Spán

Sakamál: Dauði ættleiddu stúlkunnar – Óskiljanlega morðið sem skók Spán
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íþróttafréttamaður handtekinn fyrir að nauðga barni

Íþróttafréttamaður handtekinn fyrir að nauðga barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti