fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Matur

Kanntu brauð að baka?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 20. október 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er lítið mál að töfra fram dásamlegt brauðmeti heima fyrir – Hér eru þrjár mjög ólíkar uppskriftir.

Æðisleg rúnnstykki

Hráefni:

2 msk. þurrger
2 bollar volgt vatn
3 msk. sykur
2 tsk. salt
6 ½ bolli brauðhveiti
3 egg
50 g brætt smjör

Aðferð:

Byrjið á því að blanda þurrgeri, volgu vatni, sykri, salti og helmingnum af hveitinu vel saman. Leyfið þessu að standa í 5 mínútur. Blandið síðan eggjunum við, einu í einu. Því næst er smjörinu blandað við og því næst restinni af hveitinu. Skellið deiginu á hreinan borðflöt sem búið er að dusta með hveiti og hnoðið það létt. Skellið deiginu í skál, stráið smá hveiti yfir, setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 1 klukkustund á þurrum og volgum stað. Skellið deiginu aftur á borðflötinn og hnoðið það upp með smá hveiti. Skiptið deiginu í sirka 15 parta og búið til kúlur úr því. Raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu. Setjið viskastykkið yfir og leyfið stykkjunum að hefast í 20–30 mínútur. Hitið ofninn í 200°C og bakið rúnnstykkin í 15–20 mínútur. Penslið þau með smjöri um leið og þau koma úr ofninum. Þið getið líka nuddað smjörstykkinu á þau, þar sem smjörið bráðnar á stundinni. Njótið!

Dúnmjúk Þessi rúnstykki klikka seint.

Ómótstæðilegt ítalskt brauð

Deig – Hráefni:

1/3 bolli volgt vatn
½ bolli léttmjólk
1 msk. smjör
1 pakki þurrger
1 ½ tsk. sjávarsalt
3 bollar hveiti
1 egg
3 msk. ólífuolía

Fylling – Hráefni:

¾ bolli rifinn ostur
3 msk. rifinn parmesanostur
½ bolli ólífur (saxaðar)
2 hvítlauksgeirar (saxaðir)
1 bolli skinka (grófsöxuð)
¼ bolli ferskt basil (saxað)

Toppur – Hráefni:

1 msk. ólífuolía
1 tsk. ítalskt krydd
½ tsk. sjávarsalt
½ tsk. hvítlaukskrydd

Aðferð:

Byrjum á deiginu. Hitið mjólkina og smjörið saman í örbylgjuofni þar til blandan er orðin volg og smjörið nánast bráðnað. Blandið þessu saman við vatnið, gerið og sjávarsaltið og leyfið þessu að bíða í um fimm mínútur, eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið síðan restinni af hráefnunum saman við og hnoðið vel saman. Smyrjið skál með örlítilli olíu og setjið deigið í hana. Setjið hreint viskastykki eða klút yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í um klukkustund.

Fletjið deigið út og dreifið fyllingunni yfir. Rúllið deiginu síðan upp eins og þegar þið bakið kanilsnúða og færið rúlluna yfir á smjörpappírsklædda ofnplötu. Passið að snúa sárinu niður. Takið ykkur skæri í hönd og klippið í deigið hér og þar – þetta skref er ekki nauðsynlegt en gerir brauðið voða fallegt og leyfir fyllingunni að gægjast út hér og þar. Klæðið herlegheitin í plastfilmu og leyfið deiginu að hefast aftur í um 40 mínútur.

Hitið ofninn í 175°C. Takið plastfilmuna af deiginu og blandið öllu vel saman sem á að fara í toppinn. Í toppinn má að sjálfsögðu nota hvaða krydd sem er – fer allt eftir smekk. Penslið deigið vel með toppinum og setjið plötuna síðan inn í ofn í 35–40 mínútur, eða þar til brauðið er orðið fallega gullinbrúnt. Leyfið brauðinu aðeins að bíða, bara í nokkrar mínútur, og byrjið svo gúfferíið!

Dásamlegt Ítalskt brauð fer vel með súpum.

Pretzel-rúnnstykki

Hráefni:

2¼ tsk. þurrger
1 bolli volgt vatn
2 msk. volg nýmjólk
3 msk. púðursykur
4 msk. brætt smjör
1 tsk. sjávarsalt
3 bollar hveiti
2 lítrar vatn
½ bolli matarsódi

Aðferð:

Blandið vatni, mjólk, púðursykri og sjávarsalti saman í stórri skál og stráið þurrgeri yfir blönduna. Leyfið þessu að standa í um fimm mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða. Blandið smjöri og hveiti saman við gerblönduna og hrærið þokkalega vel saman. Hnoðið deigið í 1–2 mínútur í skálinni, skellið deiginu sem er búið að dusta hveiti á og hnoðið í 2–3 mínútur í viðbót. Smyrjið smá olíu í skálina og dembið deigkúlunni ofan í hana. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið þessu að hefast í 55–60 mínútur á volgum stað. Stillið ofninn á 230°C og setjið smjörpappír á ofnplötu.

Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Á meðan vatnið er að hita sig búið þið til bollur úr deiginu, eins stórar og þið viljið. Þegar vatnið er byrjað að bullsjóða skellið þið bollunum ofan í það, bara 1–2 í einu, og látið þær liggja í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sekúndur. Takið bollurnar upp úr vatninu og raðið á ofnplötuna. Skerið x í bollurnar, ekki mjög djúpt, stráið vel af sjávarsalti yfir þær og bakið í 14–16 mínútur, eða þar til bollurnar eru orðnar dásamlega dökkar og djúsí. Ekki er verra að pensla þær með smjöri um leið og þær koma úr ofninum.

Við mælum með Þeir sem hafa ekki smakkað Pretzel-rúnnstykki ættu að drífa í því!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Jólasamlokurnar komnar á Lemon

Jólasamlokurnar komnar á Lemon
Matur
Fyrir 1 viku

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum
Matur
Fyrir 2 vikum

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara
Matur
Fyrir 2 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana
Matur
Fyrir 3 vikum

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta
Matur
22.10.2022

Gómsætar og krúttlegar lummur í dögurðinn sem hitta í mark

Gómsætar og krúttlegar lummur í dögurðinn sem hitta í mark
Matur
21.10.2022

Varúlfurinn ógurlegi í Svartaskógi er kominn aftur

Varúlfurinn ógurlegi í Svartaskógi er kominn aftur