fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Ketó-kjúlli sem svíkur engan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 11:00

Dásamlegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketó-mataræðið er gríðarlega vinsælt þessi dægrin. Hér er frábær kjúklingaréttur sem gleður bragðlaukana.

Ketó-kjúlli í rjómasósu

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
4 kjúklingabringur
salt og pipar
1 tsk. þurrkað oreganó
3 msk. brætt smjör
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 1/2 bolli kirsuberjatómatar
2 bollar spínat
1/2 bolli rjómi
1/4 bolli rifinn parmesan ostur
sítrónubátar

Aðferð:

Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið kjúkling á pönnuna og kryddið með salti, pipar og oreganó. Steikið í 8 mínútur á hvorri hlið. Takið úr pönnunni og setjið til hliðar. Bræðið smjörið á sömu pönnu. Bætið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútu. Bætið tómötum saman við og saltið og piprið. Eldið þar til tómatarnir byrja að springja og bætið því næst spínati saman við. Eldið þar til spínatið fölnar. Hrærið rjóma saman við sem og parmesan og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 3 mínútur. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna og eldið í 5 til 7 mínútur. Takið af hitanum, kreistið sítrónusafa yfir og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa