fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

Fókus
Föstudaginn 26. apríl 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við lifum samkvæmt okkar sannleika,“ sagði leikkonan Ashley Judd í samtali við BBC eftir sláandi bakslag í MeToo-hreyfinguna. Á dögunum ákvað áfrýjunardómstóll að ómerkja dóm yfir kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og senda aftur í hérað. Dómari vísaði til þess að ómögulegt væri að fullyrða að kviðdómur í málinu hafi verið óvilhallur enda hafi verið leidd fram vitni í málinu sem höfðu ekkert að gera með þær sakir sem á Weinstein voru bornar í þessu tiltekna máli.

Weinstein, sem er 72 ára, situr samt áfram í fangelsi enda stendur enn dómur sem féll gegn honum í Kaliforníu. Þeim dómi hefur einnig verið áfrýjað og óttast margir að niðurstaðan þar verði sú sama og á endanum fari svo að Weinstein verði alfarið sýknaður og þar með komið gífurlegt bakslag í MeToo-hreyfinguna sem á einmitt rætur að rekja til Hollywood þegar fjöldi kvenna greindi frá því hvernig Weinstein hafi misbeitt valdi sínu í bransanum og framið hrottaleg kynferðisbrot gegn þeim.

Ashley Judd var sú fyrsta til að stíga fram og saka Weinstein um kynferðisbrot. Hún segir nú í samtali við BBC að hún sé miður sín að Weinstein fái annað tækifæri til að verja sig í New York. Ómerking héraðsdóms sé köld tuska í andlit þolenda kvikmyndaframleiðandans sem og þolenda kynferðisbrota almennt.

„Þolendur greina oft frá því að svikin og siðferðislega óréttlætið sem við þolum innan réttarvörslukerfisins sé verra heldur kynferðisbrotin sjálf,“ segir Ashley. Þolendur Weinstein viti vel hvað gerðist, þolendur hafi verið stöðugir í frásögnum sínum en nú standi til að beita einhverjum lagalegum glufum til að grafa undan þeim.

Það var árið 2020 sem Weinstein var í New York sakfelldur fyrir að nauðga leikkonunni Jessica Mann og auk þess brjóta kynferðislega gegn aðstoðarkonu sinni, Mimi Haleyi. Í fyrra var Weinstein dæmdur í 16 ára fangelsi í Kaliforníu fyrir að nauðga ítalskri fyrirsætu og leikkonu á hóteli í Beverly Hills árið 2013. Nú þegar búið er að ómerkja dóminn í New York stendur dómurinn í Kaliforníu eftir.

Þolendur, réttargæslumenn og baráttufólk hafa lýst niðurstöðunni í gær sem hörmulegu bakslagi í baráttunni gegn kynferðislegri misnotkun valdamikilla manna. Um sé að ræða hrottalega áminningu um að dómskerfið kæri sig ekki um að ná fram réttlæti fyrir þolendur kynferðisbrota. Mat áfrýjunardómstóls á framburði vitna sé eins hættulegt fordæmi sem dragi úr möguleikum ákæruvaldsins til að sakfella kynferðisbrotamenn.

Lögmaður Weinstein segir hins vegar að niðurstaða áfrýjunardómstólsins sé lögfræðilegur sigur. Jafnvel óvinsælir og hataðir menn eins og Weinstein eigi óumdeilanlegan rétt til sanngjarnra réttarhalda. Það hafi Weinstein ekki fengið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“
Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“