fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Himnesk Nutella-ostakaka: Jólalegur eftirréttur sem þarf ekki að baka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 15:30

Hve girnilegt?!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki öllum gefið að treysta sér í bakstur á jólum, en hér fylgir uppskrift að unaðslegum eftirrétti sem þarf ekki einu sinni að baka.

Nutella-ostakaka

Botn – Hráefni:

1 1/2 bolli hafrakex, fínmalað
2 msk púðursykur
1/2 tsk vanillusykur
smá salt
7 msk smjör, brætt

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum mjög vel saman og þrýstið í botninn og upp á hliðar á 18 til 20 sentímetra stóru formi. Kælið í klukkustund.

Kaka – Hráefni:

1 1/2 bolli rjómi, þeyttur
340 g rjómaostur, mjúkur
1/2 bolli sykur
1/2 bolli Nutella + meira til að skreyta með

Aðferð:

Blandið rjóma og rjómaosti vel saman í stórri skál og blandið síðan sykrinum saman við. Blandið Nutella saman við með sleif eða sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn, hyljið með plastfilmu og kælið í 4 klukkustundir. Hitið smá Nutella í örbylgjuofni í um 30 sekúndur og drissið því yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis