fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Himnesk Nutella-ostakaka: Jólalegur eftirréttur sem þarf ekki að baka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 15:30

Hve girnilegt?!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki öllum gefið að treysta sér í bakstur á jólum, en hér fylgir uppskrift að unaðslegum eftirrétti sem þarf ekki einu sinni að baka.

Nutella-ostakaka

Botn – Hráefni:

1 1/2 bolli hafrakex, fínmalað
2 msk púðursykur
1/2 tsk vanillusykur
smá salt
7 msk smjör, brætt

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum mjög vel saman og þrýstið í botninn og upp á hliðar á 18 til 20 sentímetra stóru formi. Kælið í klukkustund.

Kaka – Hráefni:

1 1/2 bolli rjómi, þeyttur
340 g rjómaostur, mjúkur
1/2 bolli sykur
1/2 bolli Nutella + meira til að skreyta með

Aðferð:

Blandið rjóma og rjómaosti vel saman í stórri skál og blandið síðan sykrinum saman við. Blandið Nutella saman við með sleif eða sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn, hyljið með plastfilmu og kælið í 4 klukkustundir. Hitið smá Nutella í örbylgjuofni í um 30 sekúndur og drissið því yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa