fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Matur

Síðasta vikan fyrir jól: Fimm réttir sem eru tilbúnir á 20 mínútum eða minna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 12:30

Spariði tíma í eldhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer jólaundirbúningurinn fyrst á fullt enda aðeins vika til jóla. Hér eru því fimm réttir fyrir vikuna sem tekur enga stund að matreiða, eða tuttugu mínútur eða minna.

Mánudagur – Bragðsterkar rækjur

Uppskrift af Eat Well 101

Hráefni:

450 g risarækjur, hreinsaðar
salt og pipar
vorlaukur, saxaður
safi úr einu súraldin
2 msk. hunang
2 msk. Sriracha sósa
1 tsk. hvítlaukur, smátt saxaður
2 msk. sojasósa

Aðferð:

Kryddið rækjurnar með salti og pipar, en gott er að þræða rækjur upp á grillpinna ti lað gera matreiðsluna enn þá einfaldari. Grillið eða steikið rækjurnar á meðalhita þar til þær eru eldaðar í gegn. Blandið súraldinsafa, hunangi, sojasósu, Sriracha sósu og hvítlauk vel saman og penslið rækjurnar með sósunni á meðan þær eldast. Hellið restinni af sósunni í pönnu og hitið yfir meðalhita þar til sósan þykknar. Hellið allri sósunni yfir rækjurnar og skreytið með vorlauk.

Æðislegar risarækjur.

Þriðjudagur – Hakk og spagettí

Uppskrift af Averie Cooks

Hráefni:

340 g spaghettí
salt
450 g nautahakk
700 g tilbúin pastasósa
fersk basil, saxað
rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið smá olíu yfir meðalhita á pönnu og steikið kjötið. Bætið sósunni út í þegar kjötið er eldað og hrærið vel saman. Leyfið þessu að hitna í gegn í 2 til 3 mínútur. Hellið vatninu af pastanu og blandið saman við kjötið og sósuna. Smakkið til og saltið eftir smekk. Skreytið með basil og parmesan og berið strax fram.

Hakk og spagettí.

Miðvikudagur – Steikt hrísgrjón með beikoni og mangó

Uppskrift af Natasha‘s Kitchen

Hráefni:

8–10 sneiðar beikon, skornar í bita
1 mangó, skorið í teninga
4 bollar soðin hrísgrjón (mega vera dagsgömul)
graslaukur, smátt saxaður

Aðferð:

Takið til pönnu og hitið hana yfir meðalhita. Steikið beikonið þar til það er næstum því stökkt. Skiljið um það bil 2 matskeiðar af beikonfitu eftir í pönnunni. Bætið mangó út í og steikið í 2 til 3 mínútur með beikoninu. Bætið hrísgrjónum saman við og hitið í gegn. Berið fram með graslauk, en hér er tilvalið að prófa sig einnig áfram með einhvers konar sósu.

Fimmtudagur – Súpa fyrir ónæmiskerfið

Uppskrift af BBC Good Food

Hráefni:

3 stórar gulrætur, grófsaxaðar
1 msk. engifer
1 tsk. túrmerik
smá cayenne pipar
20 g heilhveitibrauð
1 msk. sýrður rjómi
200 ml grænmetissoð

Aðferð:

Setjið öll hráefni í blandara eða matvinnsluvél og maukið. Hellið blöndunni í pott og hitið þar til súpan er sjóðandi heit. Skreytið með sýrðum rjóma og cayenne pipar og berið strax fram.

Falleg súpa.

Föstudagur – Kjúklinga burrito

Uppskrift af Damn Delicious

Hráefni:

500 g kjúklingur, skorinn í bita
taco krydd
1 msk. ólífuolía
4 stórar tortilla kökur
2 lárperur, skornar í teninga
1 bolli rifinn ostur
¼ bolli sýrður rjómi
¼ bolli Ranch sósa
¼ bolli ferskt kóríander, saxað

Aðferð:

Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Kryddið kjúklinginn með taco kryddi og bætið honum út í pönnuna. Steikið í nokkrar mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður. Setjið til hliðar. Hitið tortilla kökurnar lítið eitt. Setjið síðan kjúkling, lárperu, ost, sýrðan rjóma, Ranch sósu og kóríander í miðjuna á hverri tortilla köku. Lokið kökunum vel. Setjið burrito á pönnuna og eldið á meðalhita í um 3 til 4 mínútur á hvorri hlið, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Berið strax fram.

Burrito.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
28.10.2023

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur
Matur
23.10.2023

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum

Pizza með perum, gráðosti & valhnetum
Matur
22.10.2023

Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu

Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu