fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Matur

Uppáhaldskaka Beverly Hills 90210-stjörnu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 12:00

Tiffani gaf nýverið út sína fyrstu matreiðslubók.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast eflaust við leikkonuna Tiffani Thiessen, en hún lék Valerie Malone í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 hérna í denn. Tiffani gaf nýverið út sína fyrstu uppskriftarbók sem heitir Pull Up a Chair: Recipes From My Family To Yours, sem inniheldur 125 uppskriftir; allt frá kósí kvöldmat til girnilegra eftirrétta.

Að því tilefni fór tímaritið Us Weekly í heimsókn til Tiffani og plataði hana til að baka sína uppáhaldsköku – rjómaostaböku móður sinnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af bakstrinum og fyrir neðan það er uppskriftin.

Rjómaostabaka mömmu

Botn – Hráefni:

1½ bolli fínmulið hafrakex
6 msk. smjör
¼ bolli flórsykur
1 tsk. kanill

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Blandið þurrefnum vel saman og bætið síðan smjörinu út í. Þrýstið blöndunni í botninn og upp á hliðar kökuforms sem er sirka 22 sentímetra stórt og bakið í 10 mínútur. Látið botninn kólna alveg en ekki slökkva á ofninum.

Rjómaostafylling – Hráefni:

225 g mjúkur rjómaostur
2 stór egg
¾ bolli sykur
2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum vel saman þar til blandan er silkimjúk. Hellið blöndunni varlega yfir kaldan botninn og dreifið úr henni. Bakið í 25 til 30 mínútur. Leyfið bökunni að kólna á meðan þið gerið toppinn. Aftur, ekki slökkva á ofninum.

Toppur – Hráefni:

1 bolli sýrður rjómi
3½ msk. sykur
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum hráefnum vel saman þar til blandan er silkimjúk. Dreifið toppinum yfir bökuna og bakið í 10 mínútur. Leyfið bökunni að kólna á eldhúsborði og kælið bökuna síðan í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkutíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó karrýfiskur – Meira að segja gikkirnir borða þennan rétt

Ketó karrýfiskur – Meira að segja gikkirnir borða þennan rétt
Matur
Fyrir 2 vikum

Er þetta versta nammið á Íslandi? „Þetta bragðast allt eins og matarlím“ – Taktu könnunina

Er þetta versta nammið á Íslandi? „Þetta bragðast allt eins og matarlím“ – Taktu könnunina
Matur
Fyrir 2 vikum

Skora á veitingagesti að gera sér upp fullnægingu

Skora á veitingagesti að gera sér upp fullnægingu
Matur
Fyrir 2 vikum

Hún byggði ferilinn upp á því að vera vegan – Heilsunni hrakaði og hún hætti á blæðingum: „Ég var mjög hrædd“

Hún byggði ferilinn upp á því að vera vegan – Heilsunni hrakaði og hún hætti á blæðingum: „Ég var mjög hrædd“
Matur
Fyrir 2 vikum

Sumardrykkurinn sem tryllir partígestina

Sumardrykkurinn sem tryllir partígestina