fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Fréttir

Prís velur umhverfisvænasta kostinn í kælitækni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2024 15:37

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, Valur Ásberg Valsson framkvæmdastjóri Kælitækni og Elís H. Sigurjónsson tæknistjóri Kælitækni  Mynd: Hörður Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prís fékk Kælitækni ehf. til að setja upp alla kæla og frysta ásamt kælikerfi í verslun sinni á Smáratorgi en um er að ræða svokölluð Heos kælikerfi sem eru byggð á íslenskri hönnun og hugviti og eru umhverfisvænustu kælikerfin á markaðnum í dag.

Mynd: Hörður Sveinsson

Í tilkynningu segir að helsti ávinningur af notkun á nýju HEOS kerfanna frá Kælitækni er að þau spara Prís 25- 35% í rafmagnskostnaði í samanburði við önnur sambærileg kolsýrukerfi sem eru á markaði í dag.  Auk þess nýta nýju kerfin orkuna sem kælarnir gefa frá sér til að hita upp verslunina og sparast þar með einnig í hitakostnaði.  Er verslun Prís fyrsta verslunin á Íslandi sem notar orkuna frá HEOS kælikerfunum til að hita upp verslunina með þessum hætti.

Kolsýrukerfi eins og HEOS kerfin eru hægt og rólega að taka við af gömlu Freon kerfunum. Helsti ávinningurinn er að kolsýra er mun hagkvæmari kostur, þar sem orkusparnaður getur orðið allt að 80%. Að auki er kolsýra mun umhverfisvænni, til að setja þetta í samhengi: 1 kg af kolsýru hefur álíka umhverfisáhrif og að keyra bíl í um 7 kílómetra. 1 kg af Freon, aftur á móti, hefur álíka umhverfisáhrif og að keyra bíl tæplega 10.000 kílómetra.

„Við hjá Prís leitum allra leiða til að halda kostnaði í lágmarki svo við getum tryggt  almenningi lægsta verðið á matvöru á landinu. Það var því auðvelt val að velja Heos kerfi frá Kælitækni, sem sparar okkur talsverða fjármuni í  rekstrarkostnaði til langs tíma. Auk þess sem  kerfið er það umhverfisvænasta á markaðnum í dag.  Því það liggur ljóst fyrir að fjárfesting í umhverfismálum er góð fyrir langtíma hagsmuni Prís og okkar viðskiptavina,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.

„Samstarfið við Prís hefur verið mjög ánægjulegt og markar stórt skref fyrir okkur hjá Kælitækni,“ segir Valur Ásberg Valsson, framkvæmdastjóri Kælitækni. „Við höfum verið að þróa Heosbox kerfin ásamt okkar nánasta byrgja Carel síðan 2019, með það að markmiði að búa til bæði umhverfisvænar og hagkvæmar lausnir fyrir fjölbreyttan hóp fyrirtækja og þá sérstaklega á norðlægum slóðum. Í Prís höfum við innleitt nýja útfærslu sem endurspeglar bæði sýn okkar og Prís í því að draga úr losun og lækka rekstrarkostnað. Við erum spennt að sjá hvernig þessi nýjung mun hafa jákvæð áhrif á rekstur Prís og viðskiptavini verslunarinnar.“

„Heos kerfin hentuðu Prís sérstaklega vel vegna mikils sveigjanleika. Kerfin geta verið kælar, frystar og þrír notendur á hverju kerfi, þau taka lítið pláss og auðvelt að breyta eftir aðstæðum og þörfum. Þetta er frábær lausn fyrir rekstraraðila eins og Prís sem vill geta aðlagast þörfum viðskiptavina sinna hratt og án mikils tilkostnaða,“ segir Elís H. Sigurjónsson, Tæknistjóri Kælitækni.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Hundum boðið í bíó