fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni í „rassastrokumálinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 2. desember 2022 14:24

Baráttan á milli Ellerts og Jóns Balldvins var hörð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur hlotið dóm fyrir kynferðislega áreitni í máli sem hann sjálfur hefur kallað „rassastrokumálið“. Vísir greindi fyrst frá.

Um er að ræða atvik sem átti sér stað í matarboði á heimili hans Spáni árið 2018 í garð Carmenar Jóhannsdóttur, en hún sakaði hann um að hafa kynferðislega áreitt sig með því að strjúka á sér rassinn í matarboðinu.

Málið hefur tekið langan tíma að fara í gegnum kerfið. Fyrst var því ítrekað vísað frá og svo fór það fyrir Landsrétt sem vísaði því aftur í héraðsdóm. Jón Baldvin var svo sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmu ári síðan en héraðssaksóknari hafði farið fram á að hann fengi tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Nú féll dómur í málinu í Landsrétti í dag þar sem Jón Baldvin var fundinn sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Þegar Carmen bar vitni fyrir Héraðsdómi í október á síðasta ári sagði hún að Jón Baldvin hafi káfað á henni þegar hún var að hella í glös allra við borðið í matarboðinu.

„Þá byrjar Jón Baldvin að strjúka á mér rassinn, mjög ákaft,“ sagði hún „þetta hafi verið „einu sinni, upp og niður.“

Hún sagðist hafa verið í kjól og henni hafi brugðið mikið. Í kjölfarið hafi hún sest niður og ekki getað komið upp orði. Móðir hennar hafi þó áttað sig á því hvað hefði átt sér stað og sagt Jóni Baldvini að biðjast afsökunar.

Ákæruvaldið spurði hvernig henni hefði liðið á meðan á þessu stóð og þá svaraði hún: „Mér leið eins og einhver væri að nýta sér vald sitt gegn mér.“

Jón Baldvin neitaði alfarið sök og að annað hvort hefði Carmen og móður hennar ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar eða að þær hefðu undirbúið málið fyrirfram og komið í matarboðið gagngert til þess að setja atvikið á svið.

Sjá einnig: Jón Baldvin svarar ítarlega fyrir „rassastrokumálið“ – „Stóðu gestir okkar einir að verki? Eða stóðu aðrir að baki?“

Carmen segir fráleitt að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“