fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Dularfullur dauðdagi strengjabrúðu Rússa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 06:04

Kirill Stremousov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu áður en Rússar tilkynntu um brotthvarf hers síns frá borginni Kherson á miðvikudaginn barst önnur tilkynning. Hún er einnig mjög athyglisverð en féll kannski svolítið í skuggann vegna fréttarinnar um að Rússar ætli að yfirgefa Kherson.

Þessi frétt snerist um að Kirill Stremousov, sem var varahéraðsstjóri í Kherson og leppur Rússa, hefði látist í umferðarslysi. En það eru ekki allir sem kaupa þá skýringu Rússa að hann hafi látist af slysförum.

Yurii Sobolevskyi, sem er varaformaður héraðsstjórnar Kherson, skrifaði til dæmis á Telegram að hann sé efins um skýringar Rússa á dauða Stemousov. „Hvað varðar þær upplýsingar, sem hernámsliðið og rússneskir heimildarmenn dreifa um dauða föðurlandssvikarans Kirill Stremousov af slysförum, þá getum við á þessum tímapunkti ekki staðfest þær. Þetta getur verið satt eða þá getur þetta verið sviðsett,“ skrifaði hann.

Eftir því sem kemur fram í erlendum fjölmiðlum þá eru ýmsar ástæður fyrir því að margir setja spurningarmerki við sannleiksgildi frásagnar Rússa.

Eftir að rússneskir fjölmiðlar skýrðu frá dauða Stemousov staðfesti Vladimir Saldo, ríkisstjóri í Kherson og leppur Rússa, fréttirnar í myndbandi sem hann birti á Telegram.

Lítið kom fram í fréttum rússneskra fjölmiðla um slysið annað en að það hefði átt sér stað við bæinn Henitjesk, sem er um 200 km frá Kherson borg.

RIA Novosti, sem er rússnesk ríkisfréttastofa, sagði að bíll hans hefði lent í árekstri við flutningabíl á gatnamótum. Var bílstjóri flutningabílsins sagður hafa gerst sekur um „hættulegan akstur“ sem hafi leitt til slyssins. Bílstjóri Stremousov lifði slysið af. Tveir slösuðust að sögn yfirvalda sem segja að um þriggja bíla árekstur hafi verið að ræða.

Rússneskir fjölmiðlar hafa birt myndir frá slysstað. Á þeim sést gjörónýtur bíll Stremousov. Hann er í tveimur hlutum, undirvagninn með hjólunum undir er annar þeirra og lengra frá honum liggur yfirbyggingin.

Svona leit bíll Stremousov út eftir áreksturinn.

 

 

 

 

 

Þetta hefur vakið upp vangaveltur á samfélagsmiðlum um hvort um bílsprengju hafi verið að ræða. Einnig vekur tímasetning slyssins athygli, það er þegar hún er skoðuð í samhengi við brotthvarf Rússa frá Kherson borg.

Eins og áður sagði var Stremousov leppur Rússa en hann var úkraínskur að uppruna. Hann var því álitinn föðurlandssvikari af verstu sort. Frá því að stríðið hófst hafa föðurlandssvikarar á herteknu svæðunum einmitt átt það til að deyja á „óeðlilegan“ hátt.

Það ýtti enn frekar undir umræðurnar um dauða Stremousov þegar Telegramrásin Ostorozhno novosti skýrði frá því að ríkisstjórinn í Kherson hefði tekið myndbandið, þar sem hann staðfesti dauða Stremousov, upp tveimur klukkustundum áður en tilkynnt var um slysið. Þetta sýna lýsigögn myndbandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum
Fréttir
Í gær

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu
Fréttir
Í gær

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu
Fréttir
Í gær

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn skipverjans sem er saknað

Nafn skipverjans sem er saknað