fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ekki búið að ákveða hvað komi í staðinn fyrir hjólhýsabyggðina

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 15:45

Ásta Stefánsdóttir - Í bakgrunni má sjá hjólhýsabyggðina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er búið að ákveða hvað á að gera við lóðina sem hýsir hjólhýsabyggðina á Laugavatni. Þetta kemur fram í viðtali RÚV við Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar.

Undanfarna daga og vikur er fólk á svæðinu búið að vinna í því að rýma byggðina og rífa niður palla og annað sem fólk hafði komið upp í kringum hjólhýsin sín. Ásta segir að þegar rýmingunni lýkur mun vera farið í hugmyndavinnu með íbúum til að ákveða hvað eigi að gera á svæðinu.

Í viðtali RÚV var Ásta spurði að þvi hvort sveitarfélagið hefði átt að koma til móts við fólkið sem átti hjólhýsi á svæðinu, þá sérstaklega aldraða, öryrkja og aðra með lítið bakland. Ásta svaraði því að þetta hefði ekki verið mikið vandamál ef fólk hefði farið eftir samningum um hvað það mætti byggja á svæðinu.

„Það var heimilt að byggja lítinn pall og lítinn skúr en þarna er búið að byggja mjög mikið og þarna eru allskonar hlutir sem er mjög erfitt að fjarlægja. Það var ekki það sem að um var samið í upphafi. Þetta var fyrir hjólhýsi og það er nú allajafna þannig að það er hægt að hengja þau aftan í bíl og draga þau í burtu, en margir eru búnir að fara verulega langt umfram leyfilegar heimildir.“

Ástæðan fyrir því að loka þurfti byggðinni er að sögn Ástu sú að brunavarnir á svæðinu voru ófullnægjandi. Þau sem áttu hjólhýsi á svæðinu höfðu boðist til að borga fyrir að bæta brunavarnir en Ásta segir að það hefði ekki virkað.

„Þau hafa komið fram með það og viljað fá gegn því ákveðna tryggingu fyrir því að fá að vera þarna áfram í að minnsta kosti 10 ár. Það er bara einfaldlega þannig að það er ekki pláss á þessu svæði fyrir alla sem að voru þar miðað við það að brunavarnir séu fullnægjandi. Félagið taldi sig geta bara valið úr hverjoir ættu að fá að vera áfram og hverjir ekki. Það bara gengur einfaldlega ekki þannig upp í opinberri stjórnsýslu.“

„Allra mesta mannvonska sem ég hef orðið vitni að“

Ljóst er að ákvörðunin um að rýma byggðina hefur farið illa í þá sem áttu hjólhýsi á svæðinu. DV fjallaði til að mynda á dögunum um færslu sem Steinunn Skúladóttir birti en stjúpfaðir hennar átti hjólhýsi í byggðinni ásamt móður hennar. Móðir Steinunnar lést á árinu en í kjölfarið var stjúpföður hennar gert að rífa niður minningarnar sem þau höfðu skapað saman á svæðinu.

„Hann átti erfitt þegar hann jarðaði konuna sína til 40 ára en að þurfa að rústa öllu sem henni þótti vænt um það var talsvert erfiðara og ekki hægt að leggja á nokkurn eiginmann eða fjölskyldu sem er nýbúin að ganga í gegnum svona mikinn missi,“ sagði Steinunn sem beinir reiði sinni að sveitarstjóranum. „Þetta er sú allra mesta mannvonska sem ég hef orðið vitni að og allt í boði Bláskógabyggðar með Ástu Stefánsdóttur sveitarstjóra í forsvari.“

Lesa meira: Missti eiginkonu sína og þurfti að rífa niður allar minningarnar þeirra í Bláskógarbyggð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni