fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Laufey og Carmen flúðu heimili Jóns Baldvins: „Við heyrðum Jón Baldvin sturlaðan, öskrandi, þegar við fórum út“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 11. janúar 2019 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo sat vinkona þeirra á milli þeirra og ég og mamma. Ég sat næst honum. Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Svo lýsir Carmen Jóhannsdóttir áreitni sem hún sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa sýnt sér í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni. Carmen greinir frá því sem gerðist í viðtali við Stundina. Jón Baldvin er fyrrum ráðherra, sendiherra og var um skeið formaður Alþýðuflokksins. Jón Baldvin er einna þekktastur fyrir stuðning Íslands við sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna í kjölfar falls kommúnismans og telst það til eins helsta afreks hans sem stjórnmálamanns. Einnig var fjallað um málið í Morgunútvarpinu.

Sérstök grúppa um Jón Baldvin

Carmen fullyrðir hún að henni hafi verið hótað málsókn af Jóni Baldvini ef hún myndi greina frá þessu opinberlega. Í samtali við DV segir Carmen að hann hafi ekki sett sig í samband við sig eftir að ljóst var að hún og fleiri konur ætluðu að tjá sig um samskipti sín við Jón Baldvin. Í Stundinni kemur einnig fram að tvær aðrar konur saka Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Eru þau mál áratuga gömul en konurnar voru þá nemendur Jóns Baldvins í Hagaskóla árið 1967. Einnig hefur verið stofnuð grúppa sem heitir #metoo Jón Baldvin Hannibalsson og er að finna á Facebbok.

Forsaga málsins er að Carmen heimsótti Jón Baldvin ásamt móður sinni, Laufey Ósk Arnórsdóttur síðasta sumar meðan HM í fótbolta stóð yfir. Laufey ólst upp á Ísafirði en hún var vinkona Aldísar, dóttur hjónanna.Var þeim boðið að gista hjá hjónunum.

„Ég sá hvað þú gerðir, Jón Baldvin“

Áreitnin sem Carmen kveðst hafa orðið fyrir átti sér stað stuttu eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM en þá buðu Jón Baldvin og Bryndís gestum í mat á þaki húss þeirra. Carmen segir:

„Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Fraus Carmen í kjölfarið og staðfestir móðir hennar atburðarrásina í samtali við Stundina og sagði við Jón Baldvin að það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Jón Baldvin kannaðist ekki við að hafa gert nokkuð rangt.

„Og mamma sagði „ég sá hvað þú gerðir, Jón Baldvin“. Ég stóð upp frá borðinu og fór niður,“ segir Carmen og eftir þetta ákváðu mæðgurnar að yfirgefa heimilið. Segir Carmen að Jón Baldvin hafi gert hróp að þeim:

„Við heyrðum Jón Baldvin sturlaðan, öskrandi, þegar við fórum út. Mamma kom klyfjuð út með allan farangurinn okkar og hann hrópaði á eftir henni: „Ef þið farið með þetta í fjölmiðla þá lögsæki ég ykkur!“

Í Stundinni er einnig birtur tölvupóstur frá Bryndísi Schram en hún sendi Laufeyju, móður Carmen tölvupóst þá um nóttina þar sem fram kom að þau hefðu rætt það sem gerðist og vildi Jón Baldvin ekki kannast við þær sakir sem á hann voru bornar. Í bréfinu sagði meðal annars:

„Þegar JBH var runnin reiðin – því að honum fannst hann borinn sökum, sem hann kannaðist ekki við – sagði hann, að hann hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við. Tala einslega við Carmen. Hefði hún sagt honum, að þetta væri víst hennar upplifun, hefði hann að sjálfsögðu beðið hana afsökunar,“

skrifaði Bryndís en bréfið sem er að finna í Stundinni er mun lengra.

Jón Baldvin neitaði sök í samtali við Stundina: „Viljiði nú reyna að búa til skandal. Ég skal svara því bara í einni setningu. Mér þykir það alveg afspyrnu leiðinlegt, en það er algjörlega fjarstæðukennt og ósatt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón Ársæll ósáttur við Stöð 2: Þátturinn sem aldrei fór í loftið – „Þeir bara höfðu ekki kjark“

Jón Ársæll ósáttur við Stöð 2: Þátturinn sem aldrei fór í loftið – „Þeir bara höfðu ekki kjark“
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þóra Friðriksdóttir er látin – „Auðvelt að kalla fram fallegu spékoppana í brosi Diddu“

Þóra Friðriksdóttir er látin – „Auðvelt að kalla fram fallegu spékoppana í brosi Diddu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“