fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

FM Belfast byrjaði sem jólagrín

Guðni Einarsson
Föstudaginn 14. desember 2018 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FM Belfast hefur verið ein allra vinsælasta stuð- og danshljómsveit landsins um langa hríð og hefur sent frá sér fjórar breiðskífur sem allar hafa slegið í gegn, bæði hér heima og erlendis. Hljómsveitin hefur verið á mikilli siglingu og þá sérstaklega í Þýskalandi þar sem hún hefur öðlast dyggan aðdáendahóp. Í kvöld, föstudaginn 14. desember, mun FM Belfast halda tónleika á Hard Rock í Lækjargötu þar sem öllu verður tjaldað til og áhorfendur munu eiga von á miklu „stuðgúllasi.“ DV ræddi við Lóu, söngkonu og textasmið FM Belfast, til að forvitnast um þetta stórskemmtilega band.

Byrjaði sem jólagrín

„Nafnið FM Belfast kemur eiginlega bara úr rassgatinu á mér,“ segir Lóa H. Hjálmtýsdóttir. Hún segir að hljómsveitin hafi orðið til sem grínband hennar og Árna Rúnars Hlöðverssonar fyrir þátt sem Andri Freyr var með á Rás 2 fyrir jólin árið 2005.

„Hann fékk alltaf til sín tónlistarmenn en stundum hættu sumir við á seinustu stundu. Þá var ég alltaf að koma af barnum Sirkus og gaf mér tíma til að sprella og þykjast vera annað fólk í þættinum. Ég hafði aldrei verið í neinum hljómsveitum áður. Nafnið kom þegar við sátum í bíl og áttum að reyna finna nafn sem átti að hljóma eins og einhver væri að reyna að vera töff en væri ekki alveg að takast það. Þetta var ímynduð hljómsveit og við ætluðum aldrei að fara út úr stúdíóinu.“

Lögin fóru í dreifingu á netinu og fólk fór að taka eftir sveitinni. Árið 2006 var þeim boðið að koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Bættust þá við þrír meðlimir í bandið og boltinn fór að rúlla.

 

Óljóst hverjir hafa verið í sveitinni

Lóa segir að mannabreytingar hafi verið þónokkrar í gegnum tíðina. Sérstaklega á trommunum. Meðal þeirra sem gripið hafa í kjuðana má nefna Björn Stefánsson, úr Mínus, og Sykurmolann Sigtrygg Baldursson. Í gegnum tíðina hefur verið fastur fjögurra manna kjarni í hljómsveitinni. En stundum hafa verið margir á sviðinu og erfitt að henda reiður á hverjir séu raunverulega í bandinu.

„Eiginlega bara þeir sem hafa tíma og langar að vera með. Svo getur fólk alveg tekið sér frí frá þessu. Við höfum spilað án allra nema Árna Rúnarssonar, því hann er sá eini sem kann á tækin,“ segir Lóa og hlær.

FM Belfast hefur gefið út fjórar breiðskífur, sú nýjasta er Island Broadcast frá árinu 2017. Lóa er stolt af henni en segir að upptökuferlið hafi ekki gengið áreynslulaust fyrir sig. Hún hafi til dæmis þurft að kljást við erfiðan mann hjá útgáfufyrirtækinu í Þýskalandi.

Eruð þið með þemu á plötunum?

„Já, eiginlega. Við tökum upp mjög mörg lög og röðum þeim eftir kerfi sem myndast fyrir þau sem passa saman. Það er engin heildarsaga en við pörum lög saman, eftir stemningu. Við röðum þeim upp eins og í línuriti, hvernig stemningin keyrist upp og fer svo aðeins niður.“

 

Boðið til Karíbahafsins

Partísveit eins og FM Belfast hefur vitaskuld lent í ýmsum uppákomum í gegnum tíðina. Lóa minnist þess þegar þeim var boðið óvænt til Karíbahafsins.

„Það var nefnilega sturlað. Við sömdum lag árið 2006 eða 2007 sem fjallaði um að eiga lítið hús í Karíbahafinu. Svo fyrir þremur árum þá var ógeðslega vont veður á Íslandi í febrúar. Þá fengum við tölvupóst frá einhverjum náunga sem vildi fá að nota lagið okkar til að auglýsa húsið sitt í Karíbahafinu á Airbnb,“ segir hún og hlær. „Hann spurði hvað við vildum fá borgað fyrir það og við svöruðum: „Tíu nætur í húsinu þínu.“ Hann sagði já og við komum okkur til Saint Jam á Bandarísku Jómfrúaeyjunum. Við vorum þar með DJ sett og beina útsendingu sem við borguðum fyrir með því að spila og býtta.“

Húsið reyndist lúxus tréhús inni í miðjum friðlýstum skógi.

„Stundum líður mér eins og þetta hafi ekki gerst í alvörunni. Ef við ættum ekki til myndir þá myndi ég halda að þetta hefði verið ímyndun. Við eigum ekkert mikinn pening eða þannig. Erum bara að leigja í Reykjavík og ég keyri á bíl foreldra minna. Þetta var æði!“

 

Eins og murano-fiskur

Hver er verkaskiptingin í hljómsveitinni?

„Ég geri allt sem er leiðinlegt, eins og skipuleggja myndatöku með sjö manns sem eru allir uppteknir og búa ekki í sama landinu, og rífast við einhvern gaur hjá þýsku framleiðslufyrirtæki. En ég sem líka texta sem er skemmtilegt. Árni semur flest öll lögin. Hann er búinn að halda þessu gangandi af því að hann er með meiri drifkraft en ég. Ívar spilar á trommur og er jákvæðasta manneskja í heimunum þannig að hann sér um að allt fari ekki í volæði. Örvar sér um að halda uppi staðlinum og semur líka texta og laglínur. Hermigervill kemur fyrir aukaspil og Egill kemur til þess að gera þetta enn skemmtilegra. Hann dansar og gerir alls konar fyndna hluti. Hann samt sparimeðlimur af því að hann er skritsfofublók í Brussel og á erfitt með að losna úr vinnu. Mér finnst best þegar við erum öll, þá finnst mér þetta fullkomið.“

FM Belfast-liðar hafa verið í pásu frá utanlandstúrum í ár en fara út næsta vor. Þá spila þau á snjóbrettahátíð í svissnesku Ölpunum.

Eigið ykkur ykkur aðdáendur sem eru tryggari en aðrir?

„Þjóðverjar,“ segir Lóa ákveðin. „Við höfum spilað á stærstu hátíðunum í Þýskalandi. Stærstu tónleikarnir voru hins vegar í Sydney í Ástralíu. Þar spiluðum við fyrir tuttugu þúsund manns og hituðum upp fyrir Flaming Lips. Við höfum alltaf verið svolítið utangátta hérna á Íslandi. Við vorum með þýskan útgefanda og vorum þess vegna mikið erlendis. Margir hérna heima halda að við séum hætt.“

En þið eruð alveg á fullu ennþá?

„Jú. Við erum oft í ólíkum verkefnum en segjum yfirleitt já þegar einhver biður okkur um að spila. Við erum ekkert ofboðslega drífandi og þetta byrjaði ekki sem drífandi verkefni. Við erum eins fiskur sem heitir murano. Það er ránfiskur sem liggur í leyni og veiðir aðeins ef það kemur eitthvað fyrir framan holuna sem hann dvelur í,“ segir hún og hlær.

Ætli þið að taka nýju plötuna í kvöld eða verður þetta samtvinningur af nýju og eldra efni?

Það er eiginlega ekki hægt að taka aðeins nýjar plötur af því að fólk vill ekki aðeins heyra eitthvað sem það hefur ekki hlustað mikið á. Við reynum bara að hafa þetta eitthvert stuðgúllas.“

Um upphitun sér hljómsveitin The Post Performance Blues. Elektrónískt „performans“-band sem áður hefur hitað upp fyrir FM Belfast. Miðar eru fáanlegir á tix.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“