fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Skíðaslys breytti lífsviðhorfi Kristjáns: „Ég var nærri búinn að missa hana“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 25. mars 2019 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, sem rekur Fiskikónginn, steig nýverið fram og ræddi reynslu sína af fíkniefnum og dóm sem hann hlaut árið 1996. DV ræddi við Kristján um þetta mál og einnig æskuna, frægðina og slysið sem breytti lífsviðhorfinu.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Slysið sem breytti lífsviðhorfinu

Kristjáni hefur sjaldnast gengið vel að sitja auðum höndum. Ofan á allt sem hann hafði fyrir stafni áætlaði hann að kaupa bát og koma á legg útgerð árið 2017. En þá lenti Sólveig kona hans í slysi þar sem þau hjónin voru í skíðaferð á Ítalíu. Það slys breytti sýn þeirra á lífið og tilveruna.

„Ég var nærri búinn að missa hana,“ segir Kristján alvarlegur í bragði þegar hann rifjar þetta upp. Einn daginn féll Sólveig harkalega í brekku og sagði Kristjáni að halda áfram að skíða niður. Sólveig er fimm barna móðir með háan sársaukaþröskuld en Kristján sá í augum hennar að ekki væri allt með felldu. Sólveig var borin inn á hótel, viðþolslaus af kvölum.

„Ég gaf henni eina parkódín og var að hugsa um að gefa henni svefntöflu líka, svo hún gæti hvílt sig. En þar sem þetta var um miðjan dag ákvað ég að geyma hana fyrir kvöldið,“ segir Kristján. „Og sem betur fer tók hún ekki svefntöfluna því þá væri hún ekki meðal okkar í dag.“

Sólveig og Kristján ákváðu að fara niður í mötuneytið en þar féll Sólveig í yfirlið. Kallað var á sjúkrabíl sem flutti þau á lítinn spítala nálægt hótelinu. Síðan var farið á stærri spítala en það gekk illa að komast að því hvað var að. Að lokum þurfti að flytja hana á þriðja spítalann. Þar var læknir sem sá að um miklar innvortis blæðingar var að ræða.

„Hann sagði við okkur að ef við myndum ekki finna lekann, þá ætti hún um það bil tvo til þrjá tíma eftir á lífi. Ég horfði í augun á henni og sá svartnættið en hún var samt að reyna að vera sterk.“

Sem betur fer tókst að bjarga Sólveigu en auk blæðingarinnar var hún tvíbrotin á mjöðm. Þau voru í viku á spítalanum á Ítalíu en tryggingarnar heima á Íslandi vildu flytja hana til landsins sem fyrst. Varð þetta barningur milli spítalans og tryggingafélagsins um peninga og Kristján segir að eftir á að hyggja hafi þau farið of fljótt í flugið. Þegar heim til Íslands var komið var Sólveig útskrifuð af sjúkrahúsi eftir aðeins þrjá daga og Kristján tók sjálfur að sér umönnun hennar í næstum hálft ár.

„Þessi reynsla breytti viðhorfi okkar til lífsins. Við ákváðum frekar að byggja okkur sumarbústað en fara í útgerð. Huga að okkur sjálfum og börnunum frekar en að stækka sífellt við okkur í rekstrinum. Síðan þá hef ég verið að reyna að verjast hugsunum um stækkun þó að aðstæðurnar bjóði upp á það. Ég hef því haft það að leiðarljósi undanfarin ár að sinna mínum kúnnum betur frekar en að reyna að finna nýja. Grasið er grænast þar sem það er vökvað, segir máltækið.“

 

Snapchat á örlagastundu

Á meðan á háskanum í ítölsku Ölpunum stóð var það hlutverk Kristjáns að vera í sambandi við fjölskylduna heima á Íslandi og halda þeim upplýstum um stöðu mála. Fljótlega sá hann að skilvirkasta leiðin væri að nota Snapchat, en hann hafði aldrei notað það að ráði áður.

Síðan hélt Kristján áfram að snappa um líf sitt og störf. Fylgjendurnir bættust hratt við og í dag eru þeir um fimmtán þúsund talsins. Kristján segist gera þetta að gamni sínu og vill síður skilgreina sig sem áhrifavald. Hann segir þó að máttur miðilsins sé ótvíræður.

„Félagi minn rekur Hótel Selfoss og hann bauð mér að koma í söluferð fyrir heitu pottana. Ég gæti haft aðstöðu á planinu hjá sér. Ég byrjaði að snappa um morguninn frá ferðinni, þar á meðal frá hótelinu þar sem ég fékk mér fish and chips, bæði um hádegið og kvöldið. Ég var þarna yfir heila helgi og hann seldi langtum meira magn af fiski en vanalega. Þetta átti samt ekki að vera nein auglýsing, hann vissi ekki einu sinni af þessu,“ segir Kristján og hlær.

Kristján notar miðilinn mikið til að fylgjast með og hefur sérstaklega beðið sjómenn að senda sér snöpp frá störfum sínum, vondu veðri, furðulegum fiskum og þess háttar.

„Ég hef gaman af þessum miðli og er mjög persónulegur. Þarna er hægt að sjá mig eins og ég er.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“