fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024

„Þið eruð að borða vini mína“

Sífellt fleiri gerast vegan – Vigdísi finnst erfitt að horfa á aðra borða kjöt – Finnur mun eftir jólamatinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 24. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Howser Harðardóttir er 24 ára ljóðskáld og rappari. Vigdís hefur verið vegan í eitt ár og grænmetisæta í um sex ár. Á undanförnum misserum hefur umræða um vegan aukist og má líklega fullyrða að sífellt fleiri aðhyllist þennan lífsstíl. Vigdís ákvað að vera vegan fyrir dýrin. Hún lítur á þau sem vini sína og finnst erfitt að horfa á annað fólk borða þau. Vigdís er mjög spennt fyrir jólamatnum. Hún ræðir hér við DV um forsendur þess að hún varð vegan, hvernig hefðbundin máltíð er hjá henni og hvað hún ætlar að borða um jólin.

Vegan fyrir dýrin

Hvað kom til að þú varðst vegan?

„Ég gerði það aðallega fyrir dýrin. Af því að mig langaði ekki að borða afurðir þar sem aðrir þjást. Ég gerði þetta aðallega fyrir dýrin en svo fylgdi því rosalega margt eftir það, eins og umhverfisástæður. Svo fann ég að heilsan mín var betri. Þetta var rosalega margþætt á endanum.“

Þá kemur spurningin vinsæla, hvaðan færðu prótein?

„Þú færð ekkert próteinskort nema þú sért með næringarskort. Ég pæli lítið í því sem ég borða. Ég borða allt sem er vegan. Það er til mikið af vegan vörum á Íslandi sem eru próteinbættar, eins og kjötið sem fólk kaupir úti í búð er oft próteinbætt. Ég fæ líka prótein úr grænmeti, baunum og slíku. En ég pæli annars voða lítið í því sem ég borða. Ég borða í raun allt nema dýraafurðir.“

[[F253AFD092]]

Erfitt að horfa á aðra borða kjöt

Hvað þótti þér erfiðast þegar þú ákvaðst að verða vegan?

„Ég held það hafi verið að fylgjast með öðrum borða kjöt. Það var ekki erfitt að verða vegan. Þetta var ekkert vesen fyrir mig, heldur mjög auðvelt. Í heilt ár áður en ég varð alveg vegan hafði ég verið að kaupa eingöngu vegan matvöru heim. En að þurfa að horfa á aðra borða kjöt var mjög erfitt og erfitt að sætta sig við það. Maður myndar svo ótrúlega miklar tilfinningar við dýrin eftir að maður fattar þá tengingu milli þess sem þú setur á diskinn þinn og þess sem er raunverulega í gangi. Að gera dýrin að persónum, að gera þau að tilfinningaverum. Ekki einhverju sem er dulbúið í pakka úti í búð.“

*Finnst þér enn þá erfitt að horfa á fólk borða kjöt?“

„Já. Ég reyni að forðast það. Ótrúlega margir vinir mínir og mínir nánustu eru vegan eða grænmetisætur, eins og kærastinn minn, bróðir minn og kærasta hans. Það er erfitt því maður sér hverja einustu kind, hverja einustu belju og hvert einasta svín sem persónuleika. Maður vill fórna rosalega miklu til að reyna að bjarga þeim, eins og hefðum og menningu. Maður þarf að rífa upp þessar rætur sem maður er búinn að hafa alla tíð. Eins og áður þýddi ekkert annað fyrir mig en að hafa hamborgarhrygg á aðfangadag. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að þessi sama manneskja horfir núna á hamborgarhrygg og sér bara blóð.

Mér fannst kjöt ekkert vont, heldur gott. Enda er fólk ekki að borða hrátt kjöt, heldur kjöt sem er búið að krydda og elda. Fólk borðar kjöt með sósu og alls konar meðlæti til að bragðbæta það. Þannig að kjötið er ekki undirstaða máltíðarinnar. En mér fannst alltaf kjöt gott og borða þess vegna mikið af grænmetiskjöti eða kjötlíki sem fæst í öllum helstu verslunum núna.“

Tekur þátt í aktífisma

„Ég hef verið að taka þátt í aktífisma þar sem við stöndum úti með myndir og myndbönd. Við spyrjum fólk alls konar spurninga. Það hjálpar að spyrja fólk spurninga til að fá það til að tala um þetta. Það er rosalega erfitt að hugsa um að þú sért að meiða dýr. Þótt þú gerir það ekki með þínum eigin höndum þá ertu samt að taka þátt í því.“

Hlakkar til jólamatarins

Hvernig er hefðbundin máltíð hjá þér?

„Það er afar mismunandi. Það fer eftir því hvað mikið er að gera hjá mér. Ég borða mjög mikið brauð með hummus og alls konar áleggi. Ég borða oft jógúrt, skyrdrykki frá Oatly, ávexti og grænmeti. Ég borða líka mikið af kjötlíki og elda mikið tófú og slíkt. Í rauninni borða ég mjög svipað og áður en ég varð vegan fyrir utan að allt er vegan núna. Það er til alls konar álegg sem líkist til dæmis kalkúni eða skinku. Það er mjög gott á brauð.“

Hvað er í matinn hjá þér um jólin?

„Á aðfangadag verð ég með vegan rækjur í forrétt. Í aðalrétt verð ég með innbakað oumph! í smjördeigi, en uppskriftina fékk ég á veganistur.is. Ég pantaði turkish pepper og vanilluís frá Hafís til að hafa í eftirrétt. Þetta verður rosalega gott. Á jóladag verð ég með tofurky roast. Það er mjög svipað í útliti og hamborgarhryggur og áferðin er einnig svipuð. Svo eru brúnaðar kartöflur, kartöflumús og fleira góðgæti með.

Ég finn mikinn mun á mér á jólunum. Áður fyrr, þegar ég borðaði mjólkurvörur og kjöt, þá var mér alltaf illt í maganum eftir jólaboð. Var útblásin og flökurt. En núna er ég allt önnur.“

Fer jólatíminn eitthvað sérstaklega illa í þig út af kjötátinu og kjötauglýsingunum?

„Mér hefur alltaf fundist jólin gleðileg en einnig sorgleg. Af því það er svo margt fólk sem fær ekki að njóta jólanna og það upplifa ekki allir það sama. Ég hef alltaf fundið smá sorg um jólin og svo bættist ofan á að þurfa að horfa á fólk borða kjöt og hugsa: „Þið eruð að borða vini mína“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði niður tveggja marka forystu gegn Vestra

Besta deildin: KR tapaði niður tveggja marka forystu gegn Vestra
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þú hefur kannski tekið verkjalyf á rangan hátt – Svona virka þau hraðar

Þú hefur kannski tekið verkjalyf á rangan hátt – Svona virka þau hraðar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tæki Söru Björk opnum örmum á Hlíðarenda

Tæki Söru Björk opnum örmum á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United bikarmeistari eftir sigur á Englandsmeisturunum

Manchester United bikarmeistari eftir sigur á Englandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta komu Rooney

Staðfesta komu Rooney
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Reyndi að senda forsetanum skilaboð en fékk ekkert til baka – Sambandið sagt vera skelfilegt

Reyndi að senda forsetanum skilaboð en fékk ekkert til baka – Sambandið sagt vera skelfilegt
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi matvæli skemma tennurnar

Þessi matvæli skemma tennurnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bálreiður og segir fjölmiðla búa til lygasögur – ,,Eruð að búa til eitrað andrúmsloft“

Bálreiður og segir fjölmiðla búa til lygasögur – ,,Eruð að búa til eitrað andrúmsloft“