fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
433Sport

Gríðarlega sár eftir að hafa misst af 140 milljónum: Missti hausinn á lokasekúndunum – ,,Þetta voru 50/50 líkur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru fáir jafn leiðir og maður að nafni Ethan Conway sem er stuðningsmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Conway er mikið fyrir það að veðja á knattspyrnuleiki og bjó til athyglisverðan miða um síðustu helgi eða lokaumferð úrvalsdeildarinnar.

Conway spáði því að Manchester United myndi vinna Brighton 2-0 sem var rétt, að Liverpool myndi vinna Wolves með sömu markatölu og að Tottenham myndi sigra Sheffield United 3-0.

Þessi ágæti strákur borgaði 219 pund fyrir miðann en ákvað að ‘casha út’ þegar um tíu mínútur voru eftir af leikjunum.

Hann græddi vel á þessum miða og fékk rúmlega fimm þúsund pund en sú upphæð hefði getað endað í 800 þúsund eða 140 milljónum króna.

Rasmus Hojlund skoraði annað mark United stuttu eftir að Conway hafði samþykkt þessi fimm þúsund pund frekar en að eiga í hættu á að tapa öllum peningnum.

Hefði Conway haldið ró sinn þá væri hann 140 milljónum ríkari í dag og viðurkennir sjálfur að hann sé miður sín yfir stöðunni.

,,Ég er svo sár. Þetta voru 50/50 líkur. Annað hvort tekurðu peninginn sem er í boði eða ekki. Enginn vildi trúa þessu en fjölskyldan var ánægð með að ég hafi unnið fimm þúsund pund,“ sagði Conway.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbjóðsleg slagsmál brutust út í Þýskalandi: Margir forðuðu sér burt um leið – Sjáðu hvað gerðist

Viðbjóðsleg slagsmál brutust út í Þýskalandi: Margir forðuðu sér burt um leið – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk hótun frá pabba sínum og þurfti að svara játandi: Vildi sjálfur ekki taka boðinu – ,,Hann hótaði að berja mig“

Fékk hótun frá pabba sínum og þurfti að svara játandi: Vildi sjálfur ekki taka boðinu – ,,Hann hótaði að berja mig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pabbinn keyrði í sex tíma eftir að hafa heyrt fréttirnar – Gerði allt til að hjálpa syninum

Pabbinn keyrði í sex tíma eftir að hafa heyrt fréttirnar – Gerði allt til að hjálpa syninum
433Sport
Í gær

Er landsliðsmaður Íslands einn sá besti í Evrópu í þessu?

Er landsliðsmaður Íslands einn sá besti í Evrópu í þessu?
433Sport
Í gær

Bayern heldur í vonina þrátt fyrir höfnun á þriðjudaginn

Bayern heldur í vonina þrátt fyrir höfnun á þriðjudaginn