fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fókus

Swift ekki sátt og finnst hún notuð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Taylor Swift finnst hún notuð af bestu vinkonu sinni, leikkonunni Blake Lively, eftir að hafa verið dregin inn í málaferli Lively og leikstjórans og leikarans Justin Baldoni.

Heimildamaður segir Swift alls ekki sátta eftir að hafa verið nefnd „einn af drekum Blake“ eftir að meint skilaboð Lively voru opinberuð í gagnmáli Baldoni gegn Lively.

Sjá einnig: Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Í skilaboðunum er ekki tilgreint hverjir „drekar“ Lively eru, en flestir eru á því að leikkonan eigi þar við eiginmann sinn, leikarann Ryan Reynolds og bestu vinkonu sína til margra ára, Swift.

„Ef þú kemst einhvern tíma í það að horfa á Game of Thrones muntu meta að ég er Khaleesi og eins og hún á ég nokkra dreka,“ stendur í meintum skilaboðum Lively til Baldoni.

„Með góðu eða illu, en venjulega til hins betra. Vegna þess að drekarnir mínir vernda líka þá sem ég berst fyrir. Þannig að við njótum í raun öll góðs af þessum glæsilegu skrímslum mínum. Þú munt gera það líka, því get ég lofað þér.“

Baldoni segir Lively þar vísa til Swift eftir að hann sendi Lively SMS um handritsbreytingar hennar og skrifaði: „Ég elska virkilega það sem þú gerðir. Það hjálpar virkilega mikið. Gerir þetta svo miklu skemmtilegra og áhugaverðara. (Og mér hefði liðið þannig án Ryan og Taylor).“

Heimildamaður Page Six segir Swift hafa kosið það frekar að vinkona hennar hefði ekki sett hana í þessa stöðu.

Swift og Lively „hafa verið vinir í mörg ár og Taylor þykir vænt um ósvikna vináttu þeirra, en hún getur ekki annað en fundið fyrir því  núna að hafa verið notuð. Hún vill halda sér frá þessu drama eins mikið og hægt er.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix

Leikstjórinn gæti fengið 90 ára dóm fyrir að svíkja Netflix
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi

Jeff Baena sendi Aubrey Plaza skilaboð þremur tímum áður en hann svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot ÓIa tölvu: Svona gerir þú úrdrætti úr YouTube-myndböndum

Fræðsluskot ÓIa tölvu: Svona gerir þú úrdrætti úr YouTube-myndböndum
Fókus
Fyrir 1 viku

Simmi Vill sendi Einari Bárðar fallega kveðju – „Það vita allir að þú ert traustur vinur“

Simmi Vill sendi Einari Bárðar fallega kveðju – „Það vita allir að þú ert traustur vinur“
Fókus
Fyrir 1 viku

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“