fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Ellen opnar sig um þrefalda greiningu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. september 2024 16:30

Ellen DeGeneres

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn fyrrverandi Ellen DeGeneres opnar sig í nýrri heimildarmynd á Netflix, For Your Approval, sem kom út á þriðjudaginn. Þar upplýsir DeGeneres að hún hafi verið greind með beinþynningu, OCD og ADHD eftir að hún dró sig úr sviðsljósinu vegna ásakana um eitraða vinnustaðamenningu.

DeGeneres segist hafa tekið „heimskulegt beinþéttnipróf“ þegar hún uppgötvaði að hún væri með „fulla beinþynningu“. „Ég veit ekki einu sinni hver staðan er á mér núna. Ég er eins og mannlegur sandkastali. Ég gæti sundrast í sturtunni,“ sagði DeGeneres.

Beinþynning (e. osteoporosis) er sjúkdómur sem einkennist af minnkuðum beinmassa og rýrnun beina sem veldur því að bein brotna auðveldlega. Úlnliðsbrot og samfallsbrot á hrygg eru algengustu brotin ásamt mjaðmabroti. Beinbrot valda takmörkun á hreyfingu og virkni sem veldur oft minni sjálfsbjargargetu og skerðingu á lífsgæðum. Hætta á beinþynningu eykst með aldrinum og eru konur í þrefalt meiri hættu á að fá beinþynningu en karlar, eins og segir á vef Heilsuveru.

„Ég var með ógurlega verki einn daginn og ég hélt að ég hefði rifið liðband eða eitthvað og ég fór í segulómun og þeir sögðu: „Nei, þetta er bara liðagigt, það gerist bara á þínum aldri,“ rifjar DeGeneres upp og viðurkennir að það geti verið „erfitt að vera heiðarlegur um öldrun og virðast svalur“ um leið.

DeGeneres segir að eftir að bakslag og ill ummæli frá aðdáendum hennar hafi hafa áhrif á andlega heilsu hennar hafi hún leitað til sálfræðings. Á sama tíma komst hún að því að hún væri með áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD) og ADHD.

Áráttu-og þráhyggjuröskun (e. Obsessive Compulsive Disorder/OCD) er algeng geðröskun sem einkennist af endurteknum hugsunum eða ímyndum (þráhyggju) sem valda vanlíðan og endurtekinni hegðun (áráttum) sem ætlað er að minnka óþægindin eða fyrirbyggja skaða.

Allir finna öðru hvoru fyrir kvíða og fá alls kyns hugsanir sem geta komið á óvart eða valdið skammtíma óþægindum. Yfirleitt líða slíkar hugsanir fljótt hjá og hafa lítil áhrif á líðan og hegðun. Ef kvíðinn er orðinn hamlandi til lengri tíma og farinn að hafa áhrif á lífsgæði og getu til að sinna eða njóta athafna daglegs lífs, getur verið að um sé að ræða áráttu-og þráhyggjuröskun.

DeGeneres viðurkenndi að hún hefði ekki mikla þekkingu á OCD áður en hún var greind og hélt upphaflega að o-ið stæði fyrir enska orðið organized eða að vera skipulagður.

„Ég vissi ekki hvað OCD var. Ég er alinn upp í trú, Christian Science, sem viðurkennir ekki sjúkdóma eða raskanir. Þannig að í mínu uppeldi talaði enginn um neitt. Það var ekki rætt um neitt.“ 

Þegar hún skildi hvað OCD er segist DeGeneres hafa áttað sig á því að faðir hennar væri líklega einnig með OCD og að röskunin gæti verið arfgeng. Segist hún hafa spurt eiginkonu sína, Portia de Rossi, hvort hún héldi að hún væri með OCD og de Rossi hafi svarað að bragði: „Já þú ert með OCD.“

Hjónin Portia de Rossi og Ellen de Generes
Mynd: Getty

DeGeneres ræddi einnig um ADHD (athyglisbrest/ofvirkniröskun) greiningu sína.

„ADHD-ið mitt gerir það mjög erfitt að setjast niður og einblína á hvað sem er. Ég meina, veistu hversu erfitt það var fyrir mig að setja þetta saman? Auðvitað gerirðu það ekki. Af hverju ætti ég að spyrja þessarar spurningar? Það er erfitt fyrir mig að einbeita mér,“ sagði DeGeneres og uppskar mikinn hlátur áhorfenda.

Athyglisbrestur/ADHD (e. Attention Deficit Hyperactivity Disorder) er röskun í taugaþroska sem kemur yfirleitt fram snemma á ævinni. Orsakir ADHD eru líffræðilegar og stafa af truflun í boðefnakerfi heilans, þær skýrast jafnframt að mestu leyti af erfðaþáttum. 

„Þannig að ég er með ADHD, ég er með OCD, ég er að missa minnið. En ég held að ég sé í góðu jafnvægi vegna þess að ég er þráhyggju fyrir hlutum, en svo hef ég ekki athyglisgáfuna til að halda mér við það, og ég gleymi fljótt hvað ég var með þráhyggju fyrir í upphafi.“

DeGeneres fjallaði einnig um opinberar deilur eftir að hún var sökuð um að búa til vinnustað sem ýtti undir „kynþáttafordóma, ótta og ógnun“ árið 2020. Í kjölfarið hætti Ellen með spjallþætti sína árið 2022 eftir 19 ár samfellt í loftinu.

„Þegar þú ert opinber persóna ertu opinn fyrir áliti allra. Og ég er viss um að þú hefur heyrt orðatiltækið: „Hvað öðrum finnst um mig kemur mér ekki við.“ Vegna þess að fólk mun segja alls kyns hluti og þú hefur enga stjórn á því. En þú veist sannleikann og það er allt sem skiptir máli,“ sagði DeGeneres og viðurkenndi að henni hafi verið sama um hvað fólki fyndist um hana, en hún gæti þetta bara ekki lengur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?