Metsölubók Colleen Hoover, It Ends with Us, kemur á hvíta tjaldið í byrjun ágúst. Justin Baldoni leikstýrir og fer með eitt af aðalhlutverkunum.
Lively leikur Lily Bloom, konu sem opnar eigið fyrirtæki í Boston. Justin Baldoni leikur Ryle Kincaid, heillandi taugaskurðlækni. Eftir tilviljunarkenndan fund þeirra byrja þau eldheitt ástarsamband, en fljótlega sér Lily hliðar á Ryle sem minna hana á samband foreldra hennar og áfallaæsku hennar.
Fyrsta ást Lily, Atlas Corrigan leikinn af Brandon Sklenar snýr skyndilega aftur inn í líf hennar og fljótlega, áttar Lily sig á að hún verður að læra að treysta á eigin styrk fyrir framtíð sína.
Lively, sem er 36 ára, sagði í viðtali við PEOPLE að hún vonaði að ást hennar á persónunni og sögunni skíni í gegn.
„Lily sló í gegn hjá fjölmörgum einstaklingum eins og árangur bókarinnar sýnir,“ sagði hún. „Að stíga inn í persónu sem hefur haft svo þýðingarmikil áhrif hjá fólki er heiður að takast á við. Ég elskaði Lily og ég vona að sú ást skili sér til þeirra sem þykir vænt um hana eins og ég, og líka þeirra sem eru að kynnast henni í fyrsta sinn í þessari mynd.“
Leikstjórinn og leikarinn Baldoni er fertugur og hefur hann unnið að verkefninu í næstum fimm ár. Hann segir við PEOPLE að myndin „komi í raun frá hjartanu og frá dýpt sálar minnar.“