fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

,,Feðraveldið elskar að etja konum saman“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Feðraveldið elskar að etja konum saman, bera þær saman og etja þeim upp á móti hvor annarri. Konur hafa oft bent á þetta m.a. Guðrún Ýr (GDRN) hvernig henni og Bríet er stöðugt att saman – eins og það sé bara pláss fyrir aðra hvora á meðan allir sjomlarnir fá nóg pláss. Aldrei of mikið af sjomlum. Fullkomlega afstöðulausum og lausir ábyrgðar. Nýjasta lag kvennahljómsveitarinnar FLOTT ávarpar þetta líka,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í færslu á Facebook-síðu Karlmennskunnar.

Segir hann að þegar kona sé yfirlýstur og róttækur femínisti þá sé jafnframt orðið vinsælt að krefjast alls konar af henni, að hún eigi að láta öll málefni til sín taka, alltaf. Og verði henni á mistök þá skuli henni umsvifalaust refsað. Meintir gerendur séu hins vegar saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð.

,,Þegar kona er síðan yfirlýstur og róttækur femínisti þá er enn vinsælla að krefjast allskonar af henni. Ekki bara er einni og einni konu stillt upp sem málsvara femínismans í heild og holdgerð sem baráttan sjálf – til að auðvelda okkur að aðgreina okkur frá henni og gagnryna femínismann, heldur þarf þessi kona að láta sig öll málefni varða, alltaf. „Hvar er femínistinn núna?!”. Og ef þessari konu verður á mistök, lætur frá sér eitthvað illa ígrundað eða fólk getur afbakað málflutning hennar þá sér smásjáreftirlit feðraveldisins um að því verði aldrei gleymt, og sama hversu smávægilegt atriðið er, hún skal axla á því ábyrgð og refsað. En meintir ofbeldissjomlar eru alltaf saklausir uns sekt er sönnuð og svo á auðvitað að fyrirgefa og gleyma öllu óhentugu fyrir þá. Strákana okkar.“
Segir hann um smættaða einföldun að ræða og birtingamynd feðraveldisins sem nærist auðvitað á því að brenna konur upp. Nefnir hann í lokin að honum finnist áhugaverðast að krafan um vinnuframlag og viðveru femínista komi frá fólki sem aldrei hefur kunnað að meta baráttu þeirra femínista sem hún krefur um skilyrðislausan stuðning.

,,Að gera tilkall til afdráttarlausrar afstöðu og stuðning femínista, eins og um skipulagt bandalag með eina stefnu, er því taktlaust, ósanngjarnt, óupplýst og alls ekki femínískt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt